Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Árni Sæberg skrifar 4. desember 2025 16:12 Ársæll hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu. Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðan í gær mun Ársæll senn láta af störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll sagði í tölvubréfi til starfsfólks skólans að hann teldi augljóst hvað lægi að baki ákvörðunar ráðherra. Hann hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið og líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar í september. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Bregðast við með tilkynningu á vefnum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú birt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands um málið en ráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Í morgun var tilkynnt á þingfundi að hann lægi á sjúkrahúsi. Þar segir að Ársæll hafi verið boðaður til fundar í ráðuneytinu þann 25. nóvember síðastliðinn. Tilefnið hafi verið að skipunartími hans í embætti skólameistara Borgarholtsskóla rennur út í lok júní á komandi ári. Fundurinn hafi síðan farið fram fimmtudaginn 27. nóvember. Fundinn hafi setið ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og mannauðs- og gæðastjóri ráðuneytisins en ráðherra hafi verið erlendis. Ársæll hafi verið upplýstur með lögbundnum fyrirvara að ráðherra hefði tekið ákvörðun, í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa til umsóknar þegar skipunartíma Ársæls lýkur hinn 30. júní 2026. Varði athugasemdir Ársæls ekki „Grundvöllur þessarar ákvörðunar var skýrður fyrir Ársæli, sem eru fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á framhaldsskólastiginu með nýjum svæðisskrifstofum. Á þessum tímapunkti ríkir óvissa varðandi útfærslu þeirra breytinga en gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur að nýju fyrirkomulagi liggi fyrir í byrjun næsta árs.“ Skólameistarar framhaldsskóla séu skipaðir tímabundið til fimm ára. Áður en skipunartími rennur út sé lagt mat á hvort ástæða sé til að auglýsa embætti skólameistara laust til umsóknar. Það sé heimilt samkvæmt lögum ef skólameistara er tilkynnt um það eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út. Í ljósi boðaðra breytinga hafi verið talið rétt að auglýsa stöðuna þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. „Tekið var fram á fundinum að ekkert væri því til fyrirstöðu að Ársæll sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Það var sérstaklega tekið fram að í ákvörðun ráðherra fælist ekki yfirlýsing um vantraust í hans garð. Ákvörðun um að auglýsa stöðuna varðaði að engu leyti athugasemdir skólameistarans við hugmyndir ráðherra að breytingum. En ráðherra hefur sérstaklega hvatt til umræðu um þær hugmyndir og heimsótt alla 27 framhaldsskóla ríkisins í þeim tilgangi. Ekkert ákveðið með framhaldið Ársæll hafi undirritað móttöku á bréfi dagsettu 27. nóvember þar sem ákvörðun ráðherra um að auglýsa embætti skólameistara við Borgarholtsskóla laust til umsóknar hafi komið fram. Annar fundur hafi verið haldinn með Ársæli hinn 1. desember, þar sem meðal annars hafi verið rætt um komandi tíma í störfum Ársæls. Engin ákvörðun liggi fyrir á þessum tímapunkti um þau mál. Ráðherra hafi óvænt verið kallaður á spítala til rannsókna og þó svo að Ársæll hafi ekki verið upplýstur um þær aðstæður, hafi hann á grundvelli upplýsinga frá ráðuneytisstjóra verið meðvitaður um að vænta mætti frekara samtals í næstu viku. Hafa ekki tekið ákvörðun um aðra og ákvörðunin ekki fordæmalaus „Af gefnu tilefni er rétt að komi fram að ekki hefur verið ákveðið að framlengja skipun neins skólameistara, með lögbundnum 6 mánaða fresti, eftir 17. september síðastliðinn. Þá voru hugmyndir um nýjar svæðisskrifstofur framhaldsskóla kynntar á vef ráðuneytisins. Síðast voru auglýst laus embætti skólameistara Fjölbrautaskólans í Austur-Skaftafellssýslu, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Verkmenntaskóla Austurlands hinn 24. júní síðastliðinn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Einungis ein ákvörðun þar að lútandi sé framundan á árinu 2026. Sú ákvörðun verði tekin í samræmi við lög og þær aðstæður sem þá verða uppi, meðal annars varðandi stöðu fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu. Hjá ríkinu séu ýmis fordæmi fyrir því að forstöðumönnum stofnana sé tilkynnt að embætti þeirra verði auglýst. Síðast hafi slík tilkynning verið send frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna embættis skólameistara í desember 2023. Jafnframt hafi tveimur embættismönnum þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis verið tilkynnt um að ákveðið hefði verið að auglýsa embætti þeirra laus til umsókna árin 2019 og 2020. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðan í gær mun Ársæll senn láta af störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll sagði í tölvubréfi til starfsfólks skólans að hann teldi augljóst hvað lægi að baki ákvörðunar ráðherra. Hann hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið og líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar í september. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Bregðast við með tilkynningu á vefnum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú birt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands um málið en ráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Í morgun var tilkynnt á þingfundi að hann lægi á sjúkrahúsi. Þar segir að Ársæll hafi verið boðaður til fundar í ráðuneytinu þann 25. nóvember síðastliðinn. Tilefnið hafi verið að skipunartími hans í embætti skólameistara Borgarholtsskóla rennur út í lok júní á komandi ári. Fundurinn hafi síðan farið fram fimmtudaginn 27. nóvember. Fundinn hafi setið ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og mannauðs- og gæðastjóri ráðuneytisins en ráðherra hafi verið erlendis. Ársæll hafi verið upplýstur með lögbundnum fyrirvara að ráðherra hefði tekið ákvörðun, í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa til umsóknar þegar skipunartíma Ársæls lýkur hinn 30. júní 2026. Varði athugasemdir Ársæls ekki „Grundvöllur þessarar ákvörðunar var skýrður fyrir Ársæli, sem eru fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á framhaldsskólastiginu með nýjum svæðisskrifstofum. Á þessum tímapunkti ríkir óvissa varðandi útfærslu þeirra breytinga en gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur að nýju fyrirkomulagi liggi fyrir í byrjun næsta árs.“ Skólameistarar framhaldsskóla séu skipaðir tímabundið til fimm ára. Áður en skipunartími rennur út sé lagt mat á hvort ástæða sé til að auglýsa embætti skólameistara laust til umsóknar. Það sé heimilt samkvæmt lögum ef skólameistara er tilkynnt um það eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út. Í ljósi boðaðra breytinga hafi verið talið rétt að auglýsa stöðuna þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. „Tekið var fram á fundinum að ekkert væri því til fyrirstöðu að Ársæll sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Það var sérstaklega tekið fram að í ákvörðun ráðherra fælist ekki yfirlýsing um vantraust í hans garð. Ákvörðun um að auglýsa stöðuna varðaði að engu leyti athugasemdir skólameistarans við hugmyndir ráðherra að breytingum. En ráðherra hefur sérstaklega hvatt til umræðu um þær hugmyndir og heimsótt alla 27 framhaldsskóla ríkisins í þeim tilgangi. Ekkert ákveðið með framhaldið Ársæll hafi undirritað móttöku á bréfi dagsettu 27. nóvember þar sem ákvörðun ráðherra um að auglýsa embætti skólameistara við Borgarholtsskóla laust til umsóknar hafi komið fram. Annar fundur hafi verið haldinn með Ársæli hinn 1. desember, þar sem meðal annars hafi verið rætt um komandi tíma í störfum Ársæls. Engin ákvörðun liggi fyrir á þessum tímapunkti um þau mál. Ráðherra hafi óvænt verið kallaður á spítala til rannsókna og þó svo að Ársæll hafi ekki verið upplýstur um þær aðstæður, hafi hann á grundvelli upplýsinga frá ráðuneytisstjóra verið meðvitaður um að vænta mætti frekara samtals í næstu viku. Hafa ekki tekið ákvörðun um aðra og ákvörðunin ekki fordæmalaus „Af gefnu tilefni er rétt að komi fram að ekki hefur verið ákveðið að framlengja skipun neins skólameistara, með lögbundnum 6 mánaða fresti, eftir 17. september síðastliðinn. Þá voru hugmyndir um nýjar svæðisskrifstofur framhaldsskóla kynntar á vef ráðuneytisins. Síðast voru auglýst laus embætti skólameistara Fjölbrautaskólans í Austur-Skaftafellssýslu, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Verkmenntaskóla Austurlands hinn 24. júní síðastliðinn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Einungis ein ákvörðun þar að lútandi sé framundan á árinu 2026. Sú ákvörðun verði tekin í samræmi við lög og þær aðstæður sem þá verða uppi, meðal annars varðandi stöðu fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu. Hjá ríkinu séu ýmis fordæmi fyrir því að forstöðumönnum stofnana sé tilkynnt að embætti þeirra verði auglýst. Síðast hafi slík tilkynning verið send frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna embættis skólameistara í desember 2023. Jafnframt hafi tveimur embættismönnum þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis verið tilkynnt um að ákveðið hefði verið að auglýsa embætti þeirra laus til umsókna árin 2019 og 2020.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent