Sport

„Það verður okkar lykill inn í alla leiki“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Darryl Morsell leikmaður Keflavíkur
Darryl Morsell leikmaður Keflavíkur Vísir/

Keflavík skellti KR í kvöld þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Darryl Morsell var gríðarlega öflugur í liði Keflavíkur og var með 26 stig í frábærum sigri heimamanna 104-85.

„Þetta var góður leikur“ sagði Darryl Morsell eftir sigurinn í kvöld.

„Í hverjum leik þá er okkar markmið að passa heimavöllinn og þetta var fyrsti leikurinn eftir smá pásu“

„Við byrjuðum svolítið hægt en þegar við náðum smá takti þá náðum við að klára góðar varnir, ná stoppum og komast í góð skot til að keyra okkur áfram“

Darryll Morsell sagði að lykillinn af þessum sigri hafi verið varnarleikurinn.

„Það var vörnin. Það er alltaf vörnin með okkur. Við látum vörnina skapa sóknina fyrir okkur. Við erum mjög fjölhæfir varnarlega svo við reynum að leggja mikla áherslu á vörnina og láta hana stýra leiknum fyrir okkur“

Keflavík sýndi mikla baráttu, grimmd og kraft í seinni hálfleiknum.

„Það er mitt hlutverk að setja tóninn fyrir liðið varnarlega og sækja svo upp völlinn“

„Í fyrri hálfleik var ég ekki nógu öflugur að koma mér í þessar stöður en liðsfélagarnir sögðu mér bara að halda áfram og ég reyndi bara að sýna sjálfstraust og vera grimmur þegar ég sá opnur. Ég var mun öflugri í seinni hálfleik heldur en í fyrri“

Darryl Morsell ítrekaði svo aftur mikilvægi varnarleiksins.

„Það er það sem við leggjum upp með. Það verður okkar lykill inn í alla leiki. Svo lengi sem við gerum okkar varnarlega og mætum einbeittir þá erum við jafn góðir og allir í þessari deild“ sagði Darryl Morsell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×