Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:39 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Vísir/Vilhelm „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista. Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista.
Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira