Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 12:02 „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. „Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira