Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 07:07 Ný flugstöð verður byggð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt samgönguáætlun. Vilhelm Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira