Handbolti

Ó­trú­legir yfir­burðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Ulrika Aagot Hansen skoraði sex mörk fyrir Danmörku í kvöld og varð markahæst.
Andrea Ulrika Aagot Hansen skoraði sex mörk fyrir Danmörku í kvöld og varð markahæst. EPA/Thomas Traasdahl

Danmörk vann Ungverjaland í spennandi lokaleik í milliriðli 1 á HM kvenna í handbolta í kvöld, 28-27, og náði þar með toppsætinu. Noregur hélt áfram yfirburðum sínum og vann milliriðil 4.

Noregur vann algjöran risasigur á Brasilíu, 33-14, sem tryggði þeim norsku efsta sætið í milliriðli 4, og því leik við Svartfjallaland í 8-liða úrslitum. Brasilía, sem var einnig komin áfram, mætir þar hins vegar Þýskalandi. Báðir leikirnir verða í Dortmund á þriðjudaginn.

Ungverjaland og Danmörk komast hins vegar að því á morgun hvaða liðum þau mæta í 8-liða úrslitunum, þegar Frakkland og Holland spila úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 3. Ungverjar mæta liðinu sem vinnur þann leik en Danir liðinu sem tapar.

Spennan var eins og fyrr segir mikil í leik Ungverjalands og Danmerkur en Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Ungverjar komust hins vegar yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 26-24, en þá komu fjögur mörk í röð frá Dönum sem náðu tíu mínútna kafla án þess að fá á sig mark, og unnu að lokum eins marks sigur, 28-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×