Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2025 08:48 Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun