Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2025 08:48 Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjónin reynum að fara daglega í gönguferð, svona 5 km eða svo til að efla andann og fá mikilvæga hreyfingu, við eldra fólkið þurfum að vera dugleg að rífa okkur út fá hreyfingu og sjá mann og annan, brosa, bjóða góðan dag jafnvel spjalla smá. Allt þetta er eftir ráðlegum dagskammti frá Landlækni og varðar lýðheilsu og allt það. Ég flutti í „stærri“ bæ ekki alls fyrir löngu og fljótlega fundum við góða gönguleið sem hæfði okkar getu og höfum reynt að fara á hverjum degi þó veðrið sé stundum með stæla, þetta er svo gott fyrir líkama og sál. Það kom okkur „skemmtilega á óvart“ þegar fór að koma hálka að smágöturnar í bænum eru ekki sandaðar, það er búið að sanda „allar“ gönguleiðirnar en ekki smágötur og botnlanga, þar er fólki ætlað að spila í beinbrotshappdrætti ef það vogar sér út af lóðinni sinni, það er engin sandur hvorki á götum né gangstéttum. Auðvitað eigum við brodda og notum þá en það er verra að ganga með þá en án og þegar bara 5 skref „yfir götuna heima“ af 5 km leið er hál þá sleppir maður þeim, tala nú ekki um ef maður þarf að koma við í búð. Þannig háttaði til á miðvikudaginn síðasta, við fórum okkar vanalega rúnt, hittum prest og fleiri, áttum spjall og leið vel en 5 skrefum frá húsinu okkar datt ég á hálkubletti........... nú er hendin mín margbrotin og ég þarf í aðgerð. Hefði nú ekki verið ódýrara fyrir samfélagið að sanda? það þarf engin 3 tonn svo sem en vissulega mannskap og tæki. Þessi skortur á vilja sveitarfélaga að sjá um hálkuvarnir fyrir fólk svo það komist ferða sinna er óskiljanlegur með öllu, þetta er dýrt bæði vinnustundir, læknaheimsóknir svo ég tali nú ekki um aðgerðir, innlagnir eða þaðan af alvarlegri slys sem fólk nær sér kannski aldrei eftir. Smásaga Ég bjó um tíma í agnarsmáu bæjarfélagi á Vestfjörðum, um veturinn þegar kom hálka fór atvinnurekandinn okkar upp á sveitastjórnarskrifstofu og gerði sveitarstjórann persónulega ábyrgan ef starfsfólkið hans brotnaði á leið í vinnu vegna skorts á hálkuvörnum og það á miðri vertíð, innan 10 mínútna var maður komin í verkið. Þetta er ekki flóknara en þetta, beinbrot eru samfélaginu dýr og alveg afskaplega sársaukafull. Persónulega mætti bæjarfélagið biðjast mig og aðra sem „unnu í beinbrotahappdrættinu “ afsökunar „konfekt og blóm, þið skiljið“ en látum það vera en getið þið sanda göturnar svo maður þori út úr húsi? Íslenska sýnishornaveðrið Í sól og logni fórum af stað Vindinn fljótt bar þar að Rigningin okkur setti í bað Hálftíma ganga svona er nú það Höfundur er margbrotinn.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun