Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar