Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. desember 2025 18:55 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður valberg Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“ Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“
Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira