Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. desember 2025 18:37 Nemarnir eru á öðru ári í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, segir að nafnlaus ábending hafi borist þeim í október síðastliðnum og málið hafi farið í ferli innanhúss í kjölfar þess. Ábendingin hafi verið eitthvað á þá leið að nemendurnir væru að dreifa myndum af líkamspörtum bekkjarsystranna án þeirra vitundar, og reynt að giska á hver væri á myndinni. Ekki væri hægt að greina frá því hversu margir nemendur lægju undir grun, og hvort þeir hefðu verið sendir í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir. Málið væri unnið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra og mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Ef rétt reynist er þetta ömurlegt mál. Þetta brýtur gegn reglum skólans að gera þetta, þannig þetta hefur alveg einhverjar afleiðingar. Það eru alveg gerðar ákveðnar kröfur til verðandi lögreglufólks,“ segir Áslaug. Nemar megi ekki hafa sýnt háttsemi sem getur rýrt traust til lögreglu Í svari frá embætti ríkislögreglustjóra til fréttastofu segir að embættið taki öllum svona ábendingum alvarlega. „Ríkar kröfur eru gerðar á starfsfólk lögreglu sem og starfsnámsnema. Embætti ríkislögreglustjóra áréttar að í lögreglumenntun er lögð rík áhersla á fagmennsku, virðingu, jafnrétti og öruggt námsumhverfi.“ Siðareglur starfsmanna lögreglu taki til allra starfsmanna og starfsnámsnema, og eigi það við um hegðun innan og utan vinnu. „Í gildandi lögum er kveðið á um að nemar megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta og getur það varðað brottvikningu úr starfsnámi lögreglu sem og brot á siðareglum.“ Málið sé í farvegi hjá fagráði háskólans á Akureyri og embættið muni bíða niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun um næstu skref verður tekin. Veistu meira um málið? Sendu okkur fréttaskot. Lögreglan Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, segir að nafnlaus ábending hafi borist þeim í október síðastliðnum og málið hafi farið í ferli innanhúss í kjölfar þess. Ábendingin hafi verið eitthvað á þá leið að nemendurnir væru að dreifa myndum af líkamspörtum bekkjarsystranna án þeirra vitundar, og reynt að giska á hver væri á myndinni. Ekki væri hægt að greina frá því hversu margir nemendur lægju undir grun, og hvort þeir hefðu verið sendir í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir. Málið væri unnið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra og mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Ef rétt reynist er þetta ömurlegt mál. Þetta brýtur gegn reglum skólans að gera þetta, þannig þetta hefur alveg einhverjar afleiðingar. Það eru alveg gerðar ákveðnar kröfur til verðandi lögreglufólks,“ segir Áslaug. Nemar megi ekki hafa sýnt háttsemi sem getur rýrt traust til lögreglu Í svari frá embætti ríkislögreglustjóra til fréttastofu segir að embættið taki öllum svona ábendingum alvarlega. „Ríkar kröfur eru gerðar á starfsfólk lögreglu sem og starfsnámsnema. Embætti ríkislögreglustjóra áréttar að í lögreglumenntun er lögð rík áhersla á fagmennsku, virðingu, jafnrétti og öruggt námsumhverfi.“ Siðareglur starfsmanna lögreglu taki til allra starfsmanna og starfsnámsnema, og eigi það við um hegðun innan og utan vinnu. „Í gildandi lögum er kveðið á um að nemar megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta og getur það varðað brottvikningu úr starfsnámi lögreglu sem og brot á siðareglum.“ Málið sé í farvegi hjá fagráði háskólans á Akureyri og embættið muni bíða niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun um næstu skref verður tekin. Veistu meira um málið? Sendu okkur fréttaskot.
Lögreglan Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira