Innlent

Bein út­sending: Inn­flytj­endur og sam­félagið

Atli Ísleifsson skrifar
Erindin sem flutt verða á morgunverðarfundinum eru margvísleg en tengjast öll málefnum innflytjenda.
Erindin sem flutt verða á morgunverðarfundinum eru margvísleg en tengjast öll málefnum innflytjenda. Vísir/Vilhelm

Innflytjendaráð stendur fyrir morgunverðarfundi milli klukkan 9 og 11 í dag á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Á vef félags- og húsnæðismálaráðuneytisins segir að flutt verði margvísleg erindi sem öll tengist málefnum innflytjenda, auk þess sem Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhendir styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála.

Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan.

Innflytjendur og samfélagið

8:30 Morgunverður og skráning

Margmiðlunarverkið Facets of identity eftir listakonuna Alina Kapatsyna frumsýnt í sal og streymi.

9:00 Setning

Tomasz Chrapek, formaður innflytjendaráðs

Aðgengi innflytjenda að fjármálaþjónustu á Íslandi

Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, kynnir niðurstöðu rannsóknar þeirra Önnu Maríu Wojtynska, lektors við mannfræðideild HÍ, um aðgengi innflytjenda að fjármálaþjónustu á Íslandi.

Afhending styrkja úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2025

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhendir styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála.

Samfélagslegur kostnaður vegna fátæktar: Staða fólks af erlendum uppruna

Halldór Sigurður Guðmundsson, prófessor við félagsráðgjafardeild HÍ, og Kolbeinn H. Stefánsson, dósent, kynna niðurstöður rannsóknar um stöðu fólks af erlendum uppruna.

Mállíðan: Að kanna kynjaðan heilsumun í íslenskunámi

Logan Sigurðsson frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi segir frá verkefni sem gengur út á að styðja konur við að yfirvinna heilsufarsáskoranir á borð við streitu, kvíða og þunglyndi sem geta valdið hindrunum við að læra nýja hluti, einkum tungumál. Með þessu verða til hvetjandi aðstæður sem auka sjálfsvirðingu og sjálfstraust kvennanna.

Byggjum brýr

Katarzyna Agnieszka Rabeda, deildarstjóri íslenskubrautar í Kvennaskólanum í Reykjavík, kynnir verkefnið Byggjum brýr sem er ætlað að styðja við, valdefla og fræða ungmenni af erlendum og íslenskum uppruna um fjölmenningu, inngildingu, fordóma og samfélagsleg málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×