Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 16:33 Þorbjörg Sigríður var á óformlegum ráðherrafundi. Stjórnarráðið Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira