Sport

Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíu­leikana

Sindri Sverrisson skrifar
Snoop Dogg er mikill íþróttaáhugamaður og ætlar að leggja sitt að mörkum svo að Bandaríkjunum gangi vel á Vetrarólympíuleikunum.
Snoop Dogg er mikill íþróttaáhugamaður og ætlar að leggja sitt að mörkum svo að Bandaríkjunum gangi vel á Vetrarólympíuleikunum. Getty/John Walton

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur verið gerður að „heiðursþjálfara“ landsliðs Bandaríkjanna fyrir Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra sem fram undan eru á Ítalíu í vetur.

Ólympíunefnd Bandaríkjanna greindi frá þessu í dag og sagði að hinn 54 ára gamli Snoop kæmi til með að styðja við og fagna bandaríska íþróttafólkinu utan keppni, í sjálfboðavinnu. Sjálfur er hann afar stoltur af nýja hlutverkinu og birti mynd af mótspassanum sínum, þar sem stendur: „Þjálfari Snoop“.

Rapparinn var áberandi á Sumarólympíuleikunum í París á síðasta ári þar sem hann starfaði fyrir NBC sjónvarpsstöðina og átti einnig þátt í að taka við keflinu þegar leikunum lauk, vegna næstu sumarleika sem varða í Los Angeles 2028.

„Landsliðsfólkið okkar er hinar sönnu stjörnur. Ég er bara hérna til að fagna, lyfta fólki upp og kannski koma með einhverja smá speki á hliðarlínunni,“ sagði nýi þjálfarinn sem mun sömuleiðis áfram starfa fyrir NBC í kringum leikana á Ítalíu.

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Mílanó og Cortina á Ítalíu dagana 6.-22. febrúar og í kjölfarið hefst svo Vetrarólympíumót fatlaðra sem fram fer 6.-15. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×