Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 09:02 Gianni Infantino, forseti FIFA, með heimsbikarinn. Getty/Hector Vivas Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira
Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira