Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2025 09:01 Kay Smits missir aftur af EM í janúar. Getty/Henk Seppen Hollenska handboltastjarnan Kay Smits hefur ákveðið að sleppa Evrópumótinu í janúar. Hann vill sýna varúð þrátt fyrir að vera kominn á fulla ferð eftir hjartavöðvabólgu. Smits missti af síðasta EM, fyrir tveimur árum, vegna hjartavöðvabólgunnar en sneri aftur með hollenska landsliðinu á HM í byrjun þessa árs. Hann varð svo aftur að taka sér hlé en hefur verið í fantaformi með Gummersbach í vetur og notið sín undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Smits er bæði næstmarkahæstur og með næstflestar stoðsendingar fyrir Gummersbach í vetur, á eftir Julian Köster, eða með 72 mörk og 35 stoðsendingar í 15 leikjum. Álagið á stórmóti er hins vegar enn meira en það sem leikmenn glíma við hjá sínum félagsliðum og Smits ætlar því að sleppa EM. „Allar læknisrannsóknir síðustu mánaða hafa verið jákvæðar og ekkert mælir á móti þátttöku á Evrópumótinu. Þrátt fyrir það vil ég fylgjast vel með álaginu og hef ákveðið að sleppa þessu móti,“ segir Smits á Handbal.nl. „Mér líður vel og er í fullkomnu formi, en stórmót krefst annars takts og annars konar álags. Þetta var erfið ákvörðun, því ég elska að vera hluti af hollenska landsliðinu og Evrópumót í janúar er alltaf frábær upplifun. Í bili er hins vegar í forgangi að sýna varkárni og ég vil ekki flýta mér um of,“ bætir hann við. Þar með er ljóst að Ísland mun ekki eiga við Smits ef bæði Ísland og Holland komast áfram í millriðla á EM. Hollendingar eru reyndar í mjög erfiðum riðli með heimaliði Svía og HM-silfurdrengjum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu, auk Georgíu. Tvö þessara liða fara í milliriðil með tveimur liðum úr F-riðli (Ísland, Ungverjaland, Pólland og Ítalía) og tveimur úr D-riðli (Slóvenía, Færeyjar, Svartfjallaland, Sviss). EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Smits missti af síðasta EM, fyrir tveimur árum, vegna hjartavöðvabólgunnar en sneri aftur með hollenska landsliðinu á HM í byrjun þessa árs. Hann varð svo aftur að taka sér hlé en hefur verið í fantaformi með Gummersbach í vetur og notið sín undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Smits er bæði næstmarkahæstur og með næstflestar stoðsendingar fyrir Gummersbach í vetur, á eftir Julian Köster, eða með 72 mörk og 35 stoðsendingar í 15 leikjum. Álagið á stórmóti er hins vegar enn meira en það sem leikmenn glíma við hjá sínum félagsliðum og Smits ætlar því að sleppa EM. „Allar læknisrannsóknir síðustu mánaða hafa verið jákvæðar og ekkert mælir á móti þátttöku á Evrópumótinu. Þrátt fyrir það vil ég fylgjast vel með álaginu og hef ákveðið að sleppa þessu móti,“ segir Smits á Handbal.nl. „Mér líður vel og er í fullkomnu formi, en stórmót krefst annars takts og annars konar álags. Þetta var erfið ákvörðun, því ég elska að vera hluti af hollenska landsliðinu og Evrópumót í janúar er alltaf frábær upplifun. Í bili er hins vegar í forgangi að sýna varkárni og ég vil ekki flýta mér um of,“ bætir hann við. Þar með er ljóst að Ísland mun ekki eiga við Smits ef bæði Ísland og Holland komast áfram í millriðla á EM. Hollendingar eru reyndar í mjög erfiðum riðli með heimaliði Svía og HM-silfurdrengjum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu, auk Georgíu. Tvö þessara liða fara í milliriðil með tveimur liðum úr F-riðli (Ísland, Ungverjaland, Pólland og Ítalía) og tveimur úr D-riðli (Slóvenía, Færeyjar, Svartfjallaland, Sviss).
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira