Curry sneri aftur með miklum látum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 09:50 Steph Curry var í banastuði í nótt en það dugði Warriors ekki til sigurs. y ELSA / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / Getty Images via AFP Eftir að hafa setið utan vallar síðustu tvær vikur vegna meiðsla mætti Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, aftur út á gólf í gærkvöldi og gerði það með látum. Curry byrjaði á því að hitta úr utan vallar skotinu sem hann tekur alltaf í upphitun. Skotið var sérlega langt að þessu sinni, frá leikmannagöngunum eins og venjulega, en ekki í körfuna sem var nær honum heldur í hina körfuna, hinumegin á vellinum. HOW 🤯 pic.twitter.com/aU1nQTCtsM— Golden State Warriors (@warriors) December 13, 2025 STEPH CURRY — This angle is even crazier. 😳🤯(via @KNBR) pic.twitter.com/JFsHRcKiwQ https://t.co/M961mw6rUe— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Leikstjórnandinn setti síðan upp sóknarsýningu gegn Minnesota Timberwolves og skoraði 39 stig á aðeins 32 spiluðum mínútum. Það dugði þó ekki til að koma Warriors, sem hafa verið í vandræðum á tímabilinu, aftur á sigurbraut. Steph Curry now has the most 35-point games AFTER the age of 30 in NBA historyHe has 94, surpassing Michael Jordan's 93(h/t @statmuse) pic.twitter.com/FgjhBwX7WG— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2025 Liðið leiddi lengst af en fékk á sig 39 stig í fjórða leikhluta og niðurstaðan varð 127-120 tap gegn Timberwolves, sem söknuðu síns besta leikmanns Anthony Edwards. „Vörnin olli vonbrigðum í kvöld“ sagði þjálfari Warriors, Steve Kerr. STEPH CURRY IS UNREAL. 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/Ps3d3V10xI— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Því þótt Curry hafi snúið aftur, og skilað miklu sóknarlega, vantaði tvo mikilvægustu varnarmenn liðsins. Draymond Green og Al Horford voru báðir að glíma við meiðsli í gær, Rudy Gobert og Julius Randle til mikillar skemmtunar en þeir skoruðu samanlagt 51 stig og gripu 23 fráköst fyrir Timberwolves. Warriors hafa nú tapað jafnmörgum leikjum og liðið hefur unnið, þrettán af hvorri sort. Timberwolves eru með sextán sigra og níu töp. Liðin eru í 6. og 8. sæti vesturdeildar NBA. NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Curry byrjaði á því að hitta úr utan vallar skotinu sem hann tekur alltaf í upphitun. Skotið var sérlega langt að þessu sinni, frá leikmannagöngunum eins og venjulega, en ekki í körfuna sem var nær honum heldur í hina körfuna, hinumegin á vellinum. HOW 🤯 pic.twitter.com/aU1nQTCtsM— Golden State Warriors (@warriors) December 13, 2025 STEPH CURRY — This angle is even crazier. 😳🤯(via @KNBR) pic.twitter.com/JFsHRcKiwQ https://t.co/M961mw6rUe— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Leikstjórnandinn setti síðan upp sóknarsýningu gegn Minnesota Timberwolves og skoraði 39 stig á aðeins 32 spiluðum mínútum. Það dugði þó ekki til að koma Warriors, sem hafa verið í vandræðum á tímabilinu, aftur á sigurbraut. Steph Curry now has the most 35-point games AFTER the age of 30 in NBA historyHe has 94, surpassing Michael Jordan's 93(h/t @statmuse) pic.twitter.com/FgjhBwX7WG— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2025 Liðið leiddi lengst af en fékk á sig 39 stig í fjórða leikhluta og niðurstaðan varð 127-120 tap gegn Timberwolves, sem söknuðu síns besta leikmanns Anthony Edwards. „Vörnin olli vonbrigðum í kvöld“ sagði þjálfari Warriors, Steve Kerr. STEPH CURRY IS UNREAL. 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/Ps3d3V10xI— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Því þótt Curry hafi snúið aftur, og skilað miklu sóknarlega, vantaði tvo mikilvægustu varnarmenn liðsins. Draymond Green og Al Horford voru báðir að glíma við meiðsli í gær, Rudy Gobert og Julius Randle til mikillar skemmtunar en þeir skoruðu samanlagt 51 stig og gripu 23 fráköst fyrir Timberwolves. Warriors hafa nú tapað jafnmörgum leikjum og liðið hefur unnið, þrettán af hvorri sort. Timberwolves eru með sextán sigra og níu töp. Liðin eru í 6. og 8. sæti vesturdeildar NBA.
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira