Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 15:22 Jeremy Clarkson rekur bóndabæ í dag og krá. Getty Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph. Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph.
Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira