Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 07:00 T.J. Watt missir skiljanlega af leik Pittsburgh Steelers um helgina. Getty/Cooper Neill T.J. Watt, stjörnuleikmaður Pittsburgh Steelers, verður ekki með liðinu á næstunni en hann endaði mjög óvænt á skurðarborðinu í vikunni. Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira
Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira