Handbolti

Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik, aðeins viku eftir að hafa spilað með Íslandi á HM. 
Landsliðsfyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik, aðeins viku eftir að hafa spilað með Íslandi á HM.  vísir/anton

ÍBV sótti sterk tvö stig á Selfossi með 29-40 sigri í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.

ÍBV fór í fríið með þrjá sigra í röð og slakaði greinilega ekki mikið á því fjórði sigurinn í röð skilaði sér gegn Selfossi og varð að endingu risastór.

Landsliðsfyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir skoraði 6 mörk og var stoðsendingahæst með 10 gjafir fyrir liðsfélaga sína.

Markahæst var hins vegar Alexandra Ósk Viktorsdóttir með 9 mörk úr 12 skotum fyrir ÍBV.

ÍBV tókst með þessum sigri að jafna topplið Vals að stigum og slíta sig frá ÍR sem tapaði gegn Fram í gær. Selfoss er í næstneðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá næsta liði fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×