Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 12:25 Snæfríður og Snorri eru sundfólk ársins 2025 Myndir: Sundsamband Íslands Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Snorri Dagur Einarsson eru sundfólk ársins 2025. Frá þessu greinir Sundsamband Íslands í fréttatilkynningu til fjölmiðla í dag. Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins. Sund Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Sjá meira
Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins.
Sund Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Sjá meira