Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 16. desember 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um skiptingu heimilisstarfa og umönnunar meðal sambúðarfólks. Í sumar lagði Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, fyrir könnun meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Í nýrri skýrslu eru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar „annarrar vaktar“ og „þriðju vaktar“. Í greinum okkar höfum við byggt á opinberri tölfræði, t.d. um atvinnuþátttöku, vinnutíma, laun, barneignir og kynbundið ofbeldi. Þegar opinber gögn eru takmörkuð höfum við nýtt kannanir og rannsóknir til að dýpka umfjöllunina. Þegar kemur að skiptingu ólaunaðrar vinnu heima fyrir er hins vegar lítið til af opinberri tölfræði og því er könnun Vörðu mikilvægt framlag til umræðunnar en hún lýsir hvernig verkum er skipt í daglegu lífi sambúðarfólks. Konurnar þrífa heimilið og karlarnir bílinn Niðurstöður könnunar Vörðu sýna mjög skýra kynjaskiptingu í flestum verkefnum hinnar svokölluðu annarrar vaktar, þ.e. heimilisstörfum á borð við þvott, þrif og matseld. Meira en helmingur kvenna telur sig yfirleitt eða alltaf sjá um óregluleg heimilisþrif, þvott og regluleg þrif á heimilinu, á meðan einungis um 10–20% karla segja hið sama. Þessi verkefni eru því að mestu í höndum kvenna. Mynd 1. Kynbundin skipting heimilisstarfa, önnur vaktin. Ábyrgð á matarinnkaupum og eldamennsku er aðeins jafnari en þó telur nær helmingur kvenna sig sjá um þau verk yfirleitt, á móti um fjórðungi karla. Umsjá fjármála fjölskyldunnar er það verkefni sem skiptist jafnast milli kynja. Viðgerðir, viðhald og ýmis verk utandyra eru aftur á móti að langmestu leyti unnin af körlum, og sama á við um umhirðu bíla og reiðhjóla. Þar telja yfirgnæfandi meirihluti karla sig bera ábyrgðina, en mjög fáar konur. Konurnar skipuleggja, hugga og hlusta, karlarnir panta tíma fyrir bílinn í viðgerð Ábyrgð á þriðju vaktinni, hugrænum verkefnum sem fela í sér skipulag, tilfinningalega vinnu og ósýnilega samhæfingu sem fylgir því að halda fjölskyldulífi gangandi, virðist einnig að mestu í höndum kvenna. Í flestum þáttum hennar telur meira en helmingur kvenna sig alltaf eða yfirleitt sjá um skipulagið, hvort sem um er að ræða skipulag þvotts, reglulegra eða óreglulegra þrifa, matarinnkaupa og eldamennsku, eða hið daglega skipulag fjölskyldunnar. Aðeins lítill hluti karla, oft innan við 8–15%, telja sig alfarið eða yfirleitt bera þessa ábyrgð. Mynd 2. Kynbundin skipting skipulags heimilisstarfa og hugrænnar byrði, þriðja vaktin. Tæplega helmingur kvenna sinnir að mestu eða öllu leyti tilfinningalegum þörfum fjölskyldu og ástvina, s.s. að hlusta, hvetja og hugga, en aðeins 7% karla. Verkefni tengd skipulagningu viðgerða, viðhaldi og umhirðu bíla og reiðhjóla eru aftur í mun ríkari mæli á ábyrgð karla. Ólaunuð vinna á kostnað launavinnu Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna valda því að konur sinna heimili og börnum í miklu meira mæli en karlar. Sú vinna fer fram samhliða launaðri vinnu og hefur áhrif á vinnutíma, tekjur og möguleika kvenna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þegar fólk stofnar til fjölskyldu virðist ábyrgðarskiptingin á fyrsta æviári barns hafa áhrif til lengri tíma eins og fram kemur í grein okkar um kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur. Það er því áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem getur varað allt að sex til tólf mánuði fyrir hvert barn. Jafnréttisstofa gaf nýlega út skýrslu um umönnunarbilið sem þau telja skýra birtingarmynd félagslegrar innviðaskuldar á Íslandi. Þau kalla eftir að bæði ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og báðum foreldrum möguleika á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af meginkröfum Kvennaárs er einmitt að stjórnvöld tryggi börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Þetta var líka ein af kröfum BSRB og ASÍ í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2024. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninganna var sú stefna mörkuð að bilið skyldi brúað innan fárra ára og stofnaður skyldi aðgerðahópur til að koma með tillögur um hvernig það yrði best gert. Brúum umönnunarbilið – það er ekki eftir neinu að bíða Aðgerðahópur á vegum forsætisráðherra hefur nú skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til að brúa umönnunarbilið. Þau leggja til að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að réttur barna til leikskóladvalar strax að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur og innleiddur í skrefum frá árinu 2027 og verði að fullu komin til framkvæmda 2030 samhliða styrkingu leikskólastigsins og eflingu fagstétta í leikskólum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga þurfa að bretta upp ermar og vinna hratt og örugglega að því að ljúka við að brúa umönnunarbilið í samræmi við tillögur aðgerðarhópsins til að stuðla að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Jafnréttismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um skiptingu heimilisstarfa og umönnunar meðal sambúðarfólks. Í sumar lagði Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, fyrir könnun meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Í nýrri skýrslu eru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar „annarrar vaktar“ og „þriðju vaktar“. Í greinum okkar höfum við byggt á opinberri tölfræði, t.d. um atvinnuþátttöku, vinnutíma, laun, barneignir og kynbundið ofbeldi. Þegar opinber gögn eru takmörkuð höfum við nýtt kannanir og rannsóknir til að dýpka umfjöllunina. Þegar kemur að skiptingu ólaunaðrar vinnu heima fyrir er hins vegar lítið til af opinberri tölfræði og því er könnun Vörðu mikilvægt framlag til umræðunnar en hún lýsir hvernig verkum er skipt í daglegu lífi sambúðarfólks. Konurnar þrífa heimilið og karlarnir bílinn Niðurstöður könnunar Vörðu sýna mjög skýra kynjaskiptingu í flestum verkefnum hinnar svokölluðu annarrar vaktar, þ.e. heimilisstörfum á borð við þvott, þrif og matseld. Meira en helmingur kvenna telur sig yfirleitt eða alltaf sjá um óregluleg heimilisþrif, þvott og regluleg þrif á heimilinu, á meðan einungis um 10–20% karla segja hið sama. Þessi verkefni eru því að mestu í höndum kvenna. Mynd 1. Kynbundin skipting heimilisstarfa, önnur vaktin. Ábyrgð á matarinnkaupum og eldamennsku er aðeins jafnari en þó telur nær helmingur kvenna sig sjá um þau verk yfirleitt, á móti um fjórðungi karla. Umsjá fjármála fjölskyldunnar er það verkefni sem skiptist jafnast milli kynja. Viðgerðir, viðhald og ýmis verk utandyra eru aftur á móti að langmestu leyti unnin af körlum, og sama á við um umhirðu bíla og reiðhjóla. Þar telja yfirgnæfandi meirihluti karla sig bera ábyrgðina, en mjög fáar konur. Konurnar skipuleggja, hugga og hlusta, karlarnir panta tíma fyrir bílinn í viðgerð Ábyrgð á þriðju vaktinni, hugrænum verkefnum sem fela í sér skipulag, tilfinningalega vinnu og ósýnilega samhæfingu sem fylgir því að halda fjölskyldulífi gangandi, virðist einnig að mestu í höndum kvenna. Í flestum þáttum hennar telur meira en helmingur kvenna sig alltaf eða yfirleitt sjá um skipulagið, hvort sem um er að ræða skipulag þvotts, reglulegra eða óreglulegra þrifa, matarinnkaupa og eldamennsku, eða hið daglega skipulag fjölskyldunnar. Aðeins lítill hluti karla, oft innan við 8–15%, telja sig alfarið eða yfirleitt bera þessa ábyrgð. Mynd 2. Kynbundin skipting skipulags heimilisstarfa og hugrænnar byrði, þriðja vaktin. Tæplega helmingur kvenna sinnir að mestu eða öllu leyti tilfinningalegum þörfum fjölskyldu og ástvina, s.s. að hlusta, hvetja og hugga, en aðeins 7% karla. Verkefni tengd skipulagningu viðgerða, viðhaldi og umhirðu bíla og reiðhjóla eru aftur í mun ríkari mæli á ábyrgð karla. Ólaunuð vinna á kostnað launavinnu Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna valda því að konur sinna heimili og börnum í miklu meira mæli en karlar. Sú vinna fer fram samhliða launaðri vinnu og hefur áhrif á vinnutíma, tekjur og möguleika kvenna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þegar fólk stofnar til fjölskyldu virðist ábyrgðarskiptingin á fyrsta æviári barns hafa áhrif til lengri tíma eins og fram kemur í grein okkar um kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur. Það er því áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem getur varað allt að sex til tólf mánuði fyrir hvert barn. Jafnréttisstofa gaf nýlega út skýrslu um umönnunarbilið sem þau telja skýra birtingarmynd félagslegrar innviðaskuldar á Íslandi. Þau kalla eftir að bæði ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og báðum foreldrum möguleika á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af meginkröfum Kvennaárs er einmitt að stjórnvöld tryggi börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Þetta var líka ein af kröfum BSRB og ASÍ í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2024. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninganna var sú stefna mörkuð að bilið skyldi brúað innan fárra ára og stofnaður skyldi aðgerðahópur til að koma með tillögur um hvernig það yrði best gert. Brúum umönnunarbilið – það er ekki eftir neinu að bíða Aðgerðahópur á vegum forsætisráðherra hefur nú skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til að brúa umönnunarbilið. Þau leggja til að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að réttur barna til leikskóladvalar strax að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur og innleiddur í skrefum frá árinu 2027 og verði að fullu komin til framkvæmda 2030 samhliða styrkingu leikskólastigsins og eflingu fagstétta í leikskólum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga þurfa að bretta upp ermar og vinna hratt og örugglega að því að ljúka við að brúa umönnunarbilið í samræmi við tillögur aðgerðarhópsins til að stuðla að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun