Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 17. desember 2025 07:03 Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Jól Áfengi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun