Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 12:47 Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata. Vísir/Lýður Valberg Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra. Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra.
Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira