Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 16. desember 2025 12:31 Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun