Innlent

Makríllinn enn hita­mál og á­fall í fisk­eldi í Tálkna­firði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Makríl samningarnir sem undirritaðir voru í gærmorgun eru enn hitamál á þingi en utanríkismálanefnd fjallaði um málið í morgun. 

Við ræðum við þingmann Sjálfstæðisflokks í nefndinni sem gagnrýnir samráðsleysi og segir leitt að utanríkisráðherra hafi ekki mætt fyrir nefndina til að ræða málið fyrr en í morgun, eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.

Þá fjöllum við áfram um dóminn yfir Margréti Löf sem í gær var fundinn sek um að hafa orðið föður sínum að bana. Við ræðum við lögmann bróður hennar í fréttatímanum. 

Einnig förum við vestur á firði en í síðustu viku varð mikið tjón hjá silungaeldi í Tálknafirði þegar rafmagnið fór af. 

Í sportpakka dagsins verður rætt við handboltakappann Þorstein Leó Gunnarsson sem er að jafna sig af meiðslum og býst við að geta verið með á HM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×