Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 16:32 Það er mikill stærðarmunur á þeim Anthony Joshua og Jake Paul eins og sást vel þegar þeir stilltu sér upp hvor á móti öðrum á blaðamannafundi. Getty/Jesus Olarte Eddie Hearn, umboðsmaður Anthony Joshua, er fullviss um að breski þungavigtarkappinn muni klára dæmið snemma í bardaganum sínum gegn Jake Paul. Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira