Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2025 14:18 Rekstrarstjóri Tungusilungs segir Vestfirðinga ekki sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Landsfjórðungurinn mæti sífellt afgangi þegar komi að löggæslu, raforkuöryggi og uppbyggingu vega. Vísir/Sigurjon Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson.
Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21