Sport

Ey­gló íþróttastjarna ársins í Reykja­vík

Valur Páll Eiríksson skrifar
Eygló Fanndal Sturludóttir
Eygló Fanndal Sturludóttir Vísir/Ívar

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var í dag útnefnd íþróttastjarna ársins við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. ÍBR stendur að valinu.

Eygló var ein sextán sem var tilnefnd til verðlaunanna af ÍBR. Hún er sú fyrsta sem hlýtur verðlaunin en undanfarin ár hafa verðlaunin verið kynjaskipt, sem þau eru ekki í fyrsta sinn í ár.

Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fyrst Íslendinga í ár þar sem hún lyfti meiru en sigurvegarar í tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig. Hún missti af bæði heimsmeistaramóti og Norðurlandamóti á seinni hluta árs vegna meiðsla.

Kvennalið Vals var valið íþróttalið ársins í Reykjavík en Valskonur urðu bæði Íslandsmeistarar og Evrópumeistarar, fyrst íslenskra liða, auk þess að hljóta silfur í bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×