Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2025 22:39 Rúnar Ingi Erlingsson veltir vöngum yfir því hvernig hann getur snúið gengi Njarðvíkur við. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir tap fyrir Keflavík í grannaslag, 93-83, hrósaði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sínum mönnum í leikslok. Hann íhugar að gera breytingar á leikmannahópi liðsins. Mario Matasovic er frá vegna meiðsla hjá Njarðvík og ekki bætti úr skák þegar Brandon Averette sneri sig á ökkla snemma leiks í kvöld. Fáliðaðir Njarðvíkingar gáfu eftir undir lokin eftir mikla baráttu. „Þeir eru að spila á fleiri mönnum og ábyrgðin er á höndum fleiri aðila sem höfðu ferskari haus til að taka góðar ákvarðanir og refsa okkur með samspili í 4. leikhlutanum. Þeir skoruðu þrjátíu stig þá sem er of mikið,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. „Í gegnum leikinn var ég mjög ánægður með framlagið hjá mínu liði. Við þurftum einhvern veginn að bregðast við. Við vorum mættir í El Clasico og bandaríski leikstjórnandinn sem spilar venjulega 35 mínútur í leik datt út eftir fimm mínútur og það setti okkur í öðruvísi stöðu. En allir sem komu af bekknum gerðu það með glæsibrag, settu hjartað á gólfið og ég get ekki beðið um mikið meira.“ Get klórað mér endalaust í hausnum Njarðvík náði tíu stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks en Keflavík skoraði þá níu stig gegn einu og munurinn á liðunum í hálfleik var því aðeins tvö stig, 42-44. „Svona er bara körfubolti. Ég var að horfa í að taka Dwayne út af í eina mínútu, þrjár sóknir, til að hann fái auka orku sem hann ætti á tanknum í 4. leikhluta ef þetta væri jafn leikur. Akkúrat á þessari mínútu áttu þeir þriggja stiga sókn og við brutum í þriggja stiga skoti í horninu,“ sagði Rúnar. „Ég get alveg klórað mér endalaust í hausnum yfir þessu en ég treysti þeim sem komu inn á. Þetta hefði alveg eins getað gerst hvort sem ég hefði skipt eða ekki. Þetta er bara körfubolti.“ Snýst um jafnt og gott framlag frá öllum atvinnumönnunum Njarðvík hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 9. sæti Bónus deildarinnar. Rúnar veltir nú framhaldinu fyrir sér, hvað sé til ráða í þessari erfiðu stöðu. „Það eru ellefu leikir eftir í deildinni og við munum mæta í þá alla til að vinna. Það er ekki mikið flóknara, hvernig sem við förum að því. Staðreyndin er sú að meiðsli Marios setja okkur í erfiða stöðu, við erum að reyna að finna nýjar lausnir og jólafríið fer í það að vega og meta hvaða tækifæri ég hef til að setja aðeins sterkari hóp á parketið,“ sagði Rúnar. „En ég vil hrósa gæjunum sem komu inn á af bekknum. Bóas [Orri Unnarsson] spilaði alvöru mínútur í fyrsta skipti í efstu deild og sýndi töffaraskap. Brynjar [Kári Gunnarsson], Snjólfur [Marel Stefánsson] og Gummi [Guðmundur Aron Jóhannesson] voru flottir. Þetta snýst um að ég þarf að fá jafnt og gott framlag frá öllum mínum atvinnumönnum og þá eru þessir gæjar nógu góðir til að vera hlutverkaspilarar. Við þurfum að finna einhverja blöndu sem virkar vel og þá náum við í fleiri sigra eftir áramót.“ Ekki breytingar breytinganna vegna Rúnar útilokar ekki að gera breytingar á Njarðvíkurhópnum, hvað erlenda leikmenn varðar. „Ég er bara að skoða það. Núna kemur þetta hlé sem við erum búnir að horfa í og við sjáum hver staðan er. Ég mun ekki gera breytingar bara til að gera breytingar. En ég er klárlega að líta í kringum mig og pæla hvort það séu möguleikar á að gera liðið betra og þá munum við að sjálfsögðu leita leiða til þess,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Mario Matasovic er frá vegna meiðsla hjá Njarðvík og ekki bætti úr skák þegar Brandon Averette sneri sig á ökkla snemma leiks í kvöld. Fáliðaðir Njarðvíkingar gáfu eftir undir lokin eftir mikla baráttu. „Þeir eru að spila á fleiri mönnum og ábyrgðin er á höndum fleiri aðila sem höfðu ferskari haus til að taka góðar ákvarðanir og refsa okkur með samspili í 4. leikhlutanum. Þeir skoruðu þrjátíu stig þá sem er of mikið,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. „Í gegnum leikinn var ég mjög ánægður með framlagið hjá mínu liði. Við þurftum einhvern veginn að bregðast við. Við vorum mættir í El Clasico og bandaríski leikstjórnandinn sem spilar venjulega 35 mínútur í leik datt út eftir fimm mínútur og það setti okkur í öðruvísi stöðu. En allir sem komu af bekknum gerðu það með glæsibrag, settu hjartað á gólfið og ég get ekki beðið um mikið meira.“ Get klórað mér endalaust í hausnum Njarðvík náði tíu stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks en Keflavík skoraði þá níu stig gegn einu og munurinn á liðunum í hálfleik var því aðeins tvö stig, 42-44. „Svona er bara körfubolti. Ég var að horfa í að taka Dwayne út af í eina mínútu, þrjár sóknir, til að hann fái auka orku sem hann ætti á tanknum í 4. leikhluta ef þetta væri jafn leikur. Akkúrat á þessari mínútu áttu þeir þriggja stiga sókn og við brutum í þriggja stiga skoti í horninu,“ sagði Rúnar. „Ég get alveg klórað mér endalaust í hausnum yfir þessu en ég treysti þeim sem komu inn á. Þetta hefði alveg eins getað gerst hvort sem ég hefði skipt eða ekki. Þetta er bara körfubolti.“ Snýst um jafnt og gott framlag frá öllum atvinnumönnunum Njarðvík hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 9. sæti Bónus deildarinnar. Rúnar veltir nú framhaldinu fyrir sér, hvað sé til ráða í þessari erfiðu stöðu. „Það eru ellefu leikir eftir í deildinni og við munum mæta í þá alla til að vinna. Það er ekki mikið flóknara, hvernig sem við förum að því. Staðreyndin er sú að meiðsli Marios setja okkur í erfiða stöðu, við erum að reyna að finna nýjar lausnir og jólafríið fer í það að vega og meta hvaða tækifæri ég hef til að setja aðeins sterkari hóp á parketið,“ sagði Rúnar. „En ég vil hrósa gæjunum sem komu inn á af bekknum. Bóas [Orri Unnarsson] spilaði alvöru mínútur í fyrsta skipti í efstu deild og sýndi töffaraskap. Brynjar [Kári Gunnarsson], Snjólfur [Marel Stefánsson] og Gummi [Guðmundur Aron Jóhannesson] voru flottir. Þetta snýst um að ég þarf að fá jafnt og gott framlag frá öllum mínum atvinnumönnum og þá eru þessir gæjar nógu góðir til að vera hlutverkaspilarar. Við þurfum að finna einhverja blöndu sem virkar vel og þá náum við í fleiri sigra eftir áramót.“ Ekki breytingar breytinganna vegna Rúnar útilokar ekki að gera breytingar á Njarðvíkurhópnum, hvað erlenda leikmenn varðar. „Ég er bara að skoða það. Núna kemur þetta hlé sem við erum búnir að horfa í og við sjáum hver staðan er. Ég mun ekki gera breytingar bara til að gera breytingar. En ég er klárlega að líta í kringum mig og pæla hvort það séu möguleikar á að gera liðið betra og þá munum við að sjálfsögðu leita leiða til þess,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum