Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar 20. desember 2025 10:00 Jólin vekja upp eitthvað í hjartanu sem ekki vaknar á öðrum tímum árs. Þau eru tími ljósa og endurfunda en fyrir suma eru þau tími skugga. Þau minna okkur á hláturinn sem fyllti húsið og raddirnar sem þögnuðu, stólana sem standa auðir, bréfin sem aldrei voru send og orðin sem við sögðum ekki. Jólin snerta okkur á þeim stað þar sem minning og löngun mætast, þar sem hlýjan blandast söknuði og við finnum okkur ósjálfrátt leita einhvers sem við getum ekki útskýrt. Það er löngun eftir tengingu við þá sem eru farnir á einn eða annan hátt. Eftir flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011 gekk maður að nafni Itaru Sasaki út í garðinn sinn í bænum Ōtsuchi. Þar hafði hann sett upp gamlan símaklefa með hvítum snúrusíma inní. Síminn var ekki tengdur við neitt nema vindinn. Hann kallaði hann Kaze no Denwa, eða síma vindsins. Hann hafði misst frænda sinn og vildi eiga stað þar sem hann gæti talað við hann áfram, sagt orð sem ekki fengu að heyrast á meðan hann lifði. Þegar harmleikurinn reið yfir landið fór fólk úr öllum áttum að leita í klefann. Þúsundir gengu inn, tóku upp tólið og töluðu við þá sem höfðu horfið. Enginn heyrði rödd á hinum endanum en samt var alltaf eitthvað sem svaraði, kannski þögnin, kannski vindurinn sjálfur. Þarna fæddist staður þar sem sorgin varð að samtali og samtalið að friði. Þessi mynd af manni sem stendur í símaklefa á víðavangi og talar við hinn ósýnilega heim hefur fylgt mér æ síðan. Ég hugsa um hana á hverju ári þegar jólin nálgast og myrkrið færist yfir. Þá fara minningar að ganga um húsið eins og gestir úr öðrum heimi. Sumir sitja hljóðir en aðrir hvísla, og þessi jól heyri ég rödd föður míns meðal þeirra. Hann lést á árinu og það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað það hafði ekki þau áhrif á mig sem ég hélt að myndi hafa. Engin tár, enginn titringur, bara tómið. Hann bjó í Svíþjóð, ég hérna heima og á milli okkar var fjarlægð sem engin lína náði að brúa, að mér fannst. Þegar bróðir minn tilkynnti mér dauða hans fann ég bara fyrir þreytu og svo seinna kom spurningin sem ég hef ekki getað hrist af mér, hefði ég ekki átt að finna eitthvað? Hefði hjartað ekki átt að slá aðeins öðruvísi? Samband okkar var flókið. Það var ekki hatur heldur fjarvera, eins og strengur sem aldrei var strengdur almennilega. Ég skrifaði um þetta samband okkar í greininni Nám í skugga óöryggis, en þegar jólin nálgast kemur þessi sama tilfinning aftur, tilfinningin um að vilja ná sambandi, ekki til að krefjast svara heldur bara til að segja nokkur orð. Ég hef ímyndað mér að ég gæti hringt í pabba, ekki til Svíþjóðar, heldur á þann stað þar sem ástin heldur áfram að hljóma. En síminn er þögull og kannski er það bara í lagi. Í huganum sé ég fyrir mér síma vindsins sem gegnsæjan símaklefa og inni í honum hangir gamall gulur sími, eins og þeir sem héngu í eldhúsum áður fyrr, með snúru sem bugðast eins og lína milli heima. Hann er hlýr á litinn, bjartur, minning um tíma þegar rödd mannsins var brú milli hjarta og þar gæti ég talað við pabba. Í símaklefanum gæti fólk komið inn og tekið tólið upp. Það þyrfti ekki að trúa neinu, aðeins að muna. Það gæti sagt orð sem það hefur borið innra með sér of lengi, orð eins og „fyrirgefðu,“ „takk.“, „ég elska þig“, eða bara andað. Þessi sími væri ekki tengdur neinni línu, heldur hjartanu. Hann myndi ekki flytja hljóð, heldur losa það sem hefur setið fast í okkur. Og stundum þarf maður ekkert að segja. Þú tekur bara tólið upp og leyfir sorginni að renna í gegn. Fyrir það sem liðið er og það sem aldrei fékk að lifa. Fyrir framtíð sem hljóðnaði áður en hún fæddist. Og þögnin, hún heldur utan um það, þú getur treyst því. Þegar vindurinn strýkur glerið færast orðin yfir í heim sem við sjáum ekki, en finnum samt sem áður. Við tölum við hina látnu ekki vegna þess að við trúum að þeir svari, heldur vegna þess að við þurfum að muna að ástin deyr ekki, hún breytir bara um áferð og rödd. Við gerum þetta í raun alla daga, þó að við séum ekki með síma í höndunum. Við tölum við þá sem eru farnir, við þá sem við misstum og jafnvel við þá sem enn eru á lífi en fjarlægðin hefur gert ósnertanlega. Við tölum við þá í draumum, í kyrrðinni þegar við keyrum heim eftir vinnu, í því augnabliki þegar ilmurinn af kanil eða reykelsi vekur upp eitthvað sem við héldum að væri löngu horfið. Það er ekki hjátrú, það er heilun og þegar við tölum við látna ástvini okkar erum við í raun að tala við það sem lifir inni í okkur. Við erum að samþætta það sem brotnaði og endurvekja tengslin við hjartað. Og í því ferli mýkist sorgin, breytist í skilning og skilningurinn í þakklæti. Ef ég ætti að byggja þennan símaklefa í raun og veru, þá væri hann ekki minnisvarði um dauðann heldur um lífið. Hann væri staður þar sem ástin fengi að halda áfram að tala. Þar gæti einhver hringt í móður sem lést of snemma, vin sem hvarf úr lífinu án þess að kveðja, einhver í kærustu sem hann særði, þann sem drukknaði eða jafnvel í sjálfan sig, gamla sjálfið áður en það hætti að hlusta. Þar myndi enginn dómur bíða, aðeins hlustun. Þögn sem tekur á móti orðunum og breytir þeim í ljós. Jólin minna okkur á að ástin lifir áfram í formi sem þarf ekki líkama. Hún er í röddinni sem hvíslar að barninu okkar, í ilminum sem minnir á ömmu, í augnaráði sem líkist einhverjum sem við héldum að væri horfinn. Kannski er það einmitt það sem jólin kenna okkur, að sambandið við hina látnu er í raun samband við lífið sjálft. Að tala við þá er að tala við hjartað, við tímann og við ljósið sem í raun slokknar aldrei þó það flökti. Lífið og dauðinn eru ekki andstæður, þau eru samtal. Og í miðju þess samtals býr ástin sem hvorki þagnar né deyr, heldur finnur sér nýja rödd í hjörtum okkar allra. Í jólaþögninni gerist ekkert af sjálfu sér. Hún kallar á hlustun og þegar við hlustum finnum við að það er komið okkur að svara. Gleðilega hátíð. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Jólin vekja upp eitthvað í hjartanu sem ekki vaknar á öðrum tímum árs. Þau eru tími ljósa og endurfunda en fyrir suma eru þau tími skugga. Þau minna okkur á hláturinn sem fyllti húsið og raddirnar sem þögnuðu, stólana sem standa auðir, bréfin sem aldrei voru send og orðin sem við sögðum ekki. Jólin snerta okkur á þeim stað þar sem minning og löngun mætast, þar sem hlýjan blandast söknuði og við finnum okkur ósjálfrátt leita einhvers sem við getum ekki útskýrt. Það er löngun eftir tengingu við þá sem eru farnir á einn eða annan hátt. Eftir flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011 gekk maður að nafni Itaru Sasaki út í garðinn sinn í bænum Ōtsuchi. Þar hafði hann sett upp gamlan símaklefa með hvítum snúrusíma inní. Síminn var ekki tengdur við neitt nema vindinn. Hann kallaði hann Kaze no Denwa, eða síma vindsins. Hann hafði misst frænda sinn og vildi eiga stað þar sem hann gæti talað við hann áfram, sagt orð sem ekki fengu að heyrast á meðan hann lifði. Þegar harmleikurinn reið yfir landið fór fólk úr öllum áttum að leita í klefann. Þúsundir gengu inn, tóku upp tólið og töluðu við þá sem höfðu horfið. Enginn heyrði rödd á hinum endanum en samt var alltaf eitthvað sem svaraði, kannski þögnin, kannski vindurinn sjálfur. Þarna fæddist staður þar sem sorgin varð að samtali og samtalið að friði. Þessi mynd af manni sem stendur í símaklefa á víðavangi og talar við hinn ósýnilega heim hefur fylgt mér æ síðan. Ég hugsa um hana á hverju ári þegar jólin nálgast og myrkrið færist yfir. Þá fara minningar að ganga um húsið eins og gestir úr öðrum heimi. Sumir sitja hljóðir en aðrir hvísla, og þessi jól heyri ég rödd föður míns meðal þeirra. Hann lést á árinu og það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað það hafði ekki þau áhrif á mig sem ég hélt að myndi hafa. Engin tár, enginn titringur, bara tómið. Hann bjó í Svíþjóð, ég hérna heima og á milli okkar var fjarlægð sem engin lína náði að brúa, að mér fannst. Þegar bróðir minn tilkynnti mér dauða hans fann ég bara fyrir þreytu og svo seinna kom spurningin sem ég hef ekki getað hrist af mér, hefði ég ekki átt að finna eitthvað? Hefði hjartað ekki átt að slá aðeins öðruvísi? Samband okkar var flókið. Það var ekki hatur heldur fjarvera, eins og strengur sem aldrei var strengdur almennilega. Ég skrifaði um þetta samband okkar í greininni Nám í skugga óöryggis, en þegar jólin nálgast kemur þessi sama tilfinning aftur, tilfinningin um að vilja ná sambandi, ekki til að krefjast svara heldur bara til að segja nokkur orð. Ég hef ímyndað mér að ég gæti hringt í pabba, ekki til Svíþjóðar, heldur á þann stað þar sem ástin heldur áfram að hljóma. En síminn er þögull og kannski er það bara í lagi. Í huganum sé ég fyrir mér síma vindsins sem gegnsæjan símaklefa og inni í honum hangir gamall gulur sími, eins og þeir sem héngu í eldhúsum áður fyrr, með snúru sem bugðast eins og lína milli heima. Hann er hlýr á litinn, bjartur, minning um tíma þegar rödd mannsins var brú milli hjarta og þar gæti ég talað við pabba. Í símaklefanum gæti fólk komið inn og tekið tólið upp. Það þyrfti ekki að trúa neinu, aðeins að muna. Það gæti sagt orð sem það hefur borið innra með sér of lengi, orð eins og „fyrirgefðu,“ „takk.“, „ég elska þig“, eða bara andað. Þessi sími væri ekki tengdur neinni línu, heldur hjartanu. Hann myndi ekki flytja hljóð, heldur losa það sem hefur setið fast í okkur. Og stundum þarf maður ekkert að segja. Þú tekur bara tólið upp og leyfir sorginni að renna í gegn. Fyrir það sem liðið er og það sem aldrei fékk að lifa. Fyrir framtíð sem hljóðnaði áður en hún fæddist. Og þögnin, hún heldur utan um það, þú getur treyst því. Þegar vindurinn strýkur glerið færast orðin yfir í heim sem við sjáum ekki, en finnum samt sem áður. Við tölum við hina látnu ekki vegna þess að við trúum að þeir svari, heldur vegna þess að við þurfum að muna að ástin deyr ekki, hún breytir bara um áferð og rödd. Við gerum þetta í raun alla daga, þó að við séum ekki með síma í höndunum. Við tölum við þá sem eru farnir, við þá sem við misstum og jafnvel við þá sem enn eru á lífi en fjarlægðin hefur gert ósnertanlega. Við tölum við þá í draumum, í kyrrðinni þegar við keyrum heim eftir vinnu, í því augnabliki þegar ilmurinn af kanil eða reykelsi vekur upp eitthvað sem við héldum að væri löngu horfið. Það er ekki hjátrú, það er heilun og þegar við tölum við látna ástvini okkar erum við í raun að tala við það sem lifir inni í okkur. Við erum að samþætta það sem brotnaði og endurvekja tengslin við hjartað. Og í því ferli mýkist sorgin, breytist í skilning og skilningurinn í þakklæti. Ef ég ætti að byggja þennan símaklefa í raun og veru, þá væri hann ekki minnisvarði um dauðann heldur um lífið. Hann væri staður þar sem ástin fengi að halda áfram að tala. Þar gæti einhver hringt í móður sem lést of snemma, vin sem hvarf úr lífinu án þess að kveðja, einhver í kærustu sem hann særði, þann sem drukknaði eða jafnvel í sjálfan sig, gamla sjálfið áður en það hætti að hlusta. Þar myndi enginn dómur bíða, aðeins hlustun. Þögn sem tekur á móti orðunum og breytir þeim í ljós. Jólin minna okkur á að ástin lifir áfram í formi sem þarf ekki líkama. Hún er í röddinni sem hvíslar að barninu okkar, í ilminum sem minnir á ömmu, í augnaráði sem líkist einhverjum sem við héldum að væri horfinn. Kannski er það einmitt það sem jólin kenna okkur, að sambandið við hina látnu er í raun samband við lífið sjálft. Að tala við þá er að tala við hjartað, við tímann og við ljósið sem í raun slokknar aldrei þó það flökti. Lífið og dauðinn eru ekki andstæður, þau eru samtal. Og í miðju þess samtals býr ástin sem hvorki þagnar né deyr, heldur finnur sér nýja rödd í hjörtum okkar allra. Í jólaþögninni gerist ekkert af sjálfu sér. Hún kallar á hlustun og þegar við hlustum finnum við að það er komið okkur að svara. Gleðilega hátíð. Höfundur er mannvinur og kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun