Skoðun

Vextir á verð­tryggðum lánum - ögur­stund

Hjalti Þórisson skrifar

Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vextir á verðtyggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir.

Verðtyggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu langt sem lánin eru. Það er mikil þjónusta látakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -vætningar.

Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta.

Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítilega hærri en óðelilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti.

Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi.




Skoðun

Sjá meira


×