„Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar 21. desember 2025 09:32 Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar