Innlent

Fjöl­miðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst mætir Logi Einarsson, ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla, í þáttinn til Kristjáns. Þá fer hann yfir nýkynntar aðgerðir á vettvangi fjölmiðla sem ætlað er að rétta hag einkarekinna miðla og íslenskrar fjölmiðlunar í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla.


Þátturinn hefst klukkan tíu og má hlusta á hann í spilaranum hér að neðan eða á vef Bylgjunnar.


Um klukkan hálf ellefu mæta rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason og munu þeir segja frá nýútkomnum bókum og fjalla um stöðu bókmenna, tungumálsins og annað.


Síðan mætir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, til Kristjáns en hún ætlar að fara yfir stöðuna í stjórnmálunum hér á landi, fylgistap Sjálfstæðisflokksins sem hún leiðir og framtíð hægrimennskunnar, svo eitthvað sé nefnt.


Síðastur mætir Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, til Kristjáns og ætlar hann að ræða stöðuna í Úkraínu. Þá í ljósi nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, lánveitingar ESB til Úkraínu og árlegs blaðamannafundar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þar sem hann ítrekaði kröfur sínar um stóra sneið af Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×