Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar 22. desember 2025 07:30 Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar