Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar 22. desember 2025 08:30 Dómsmálaráðherra hefur rétt fyrir sér um eitt: ímynd ríkisstjórnarinnar er löskuð. Eftir áralanga og þrotlausa viðleitni við að villa um fyrir almenningi, kjósendum og alþjóðasamfélaginu, er gríman loksins að falla. Við lifum nú í „eftirtilfinningalegu“ (e. postemotional) samfélagi. Á þessu stigi hafa raunverulegar pólitískar aðgerðir vikið fyrir hagkerfi mannlegra tilfinninga. Við erum mötuð á fjöldaframleiddri, vandlega uppbyggðri hneykslun og holri samkennd, hráefnum til huggunar og fullvissu kjósenda, svo hvatinn til að krefjast kerfisbreytinga missi fyrirhafnarlaust máttinn. Þetta gerir spekúlöntum kleift að upplifa sig dyggðuga án þess að þurfa nokkurn tímann að skora stöðu mála á hólm. Ráðherrann hefur náð fullkomnum tökum á þeirri list að endurskilgreina hinn „flókna“ raunveruleika fólks á flótta með forgangsröðun tilfinningalegra þæginda almennings fram yfir grundvallarréttindi þeirra sem útilokaðir eru. Ég skil nálgun hennar vel. Svipaða afstöðu má jafnvel finna meðal „róttæklinga“ og „framsækinna“. Þegar öllu er á botninn hvolft eru stjórnmálamenn það sem Mancur Olson kallaði árið 1993 „kyrrstæða ræningja“ (e. stationary bandits), sem beina auðlindum (lögmæti, fjárveitingum og kjörvaldi) smám saman frá almenningi. Það er sérstaklega áhugavert að sjá þessum viðhorfum haldið á lofti af „Valkyrjunum“, ríkisstjórn áhrifamikilla nýfrjálshyggjukvenna á Íslandi (FKA átrúnaðargyðjur). Þær hafa tileinkað sér femíniska orðræðu og stíl til að fegra harðneskjulega landamærastefnu, þar sem notað er myndmál eins og „tiltekt“ til að lýsa utanríkismálum, ólögmætum brottflutningi fjölskyldu með einkaþotu, óafhentum æðingarvottorðum, og því sem virðist vera samstarf þeirra við alræðisstjórnir í beinni þversögn við kosningaloforð hennar. Ef okkur er alvara með öryggi samfélags okkar verðum við að krefjast ítarlegrar úttektar og bakgrunnsskoðunar á núverandi starfsfólki ríkisstofnana. Við getum ekki tekið þá áhættu að öfgafólki eða valdaníðingum sé gefið vald, hvort sem þau hneigjast til fasískrar arfleifðar Ústasa og Þriðja ríkisins eða einræðisstefnu nútímans í Rússlandi. Hins vegar, eins og við höfum séð á ýmsum hneykslismálum þessa árs, þá snúa aðaláhyggjur ríkisstjórnarinnar ekki að siðferði eigin gjörða, heldur þeirri staðreynd að almenningur komst að sannleikanum. Fínpússuð og marg-ritskoðuð svörin, eins og sprottin upp af Dale Carnegie námskeiði í kapítalískum blekkingum, endurspegla einmitt kjarna þess sem mörg okkar neita að styðja. Orðræðu þeirra sem sigla fölsku flaggi undir hugmyndafræði femínisma og mannfrelsunar, hvort sem það eru verkalýðsforingjar, sósíaldemókratar eða kollegar þeirra í flokki Pírata. Það sem vantar inn í ræðu ráðherrans er viðurkenning á hinni normalíseruðu villimennsku sem hefur fest rætur í íslensku samfélagi. Undir yfirskyni framfara og tiltektar munu þær innan tíðar kalla útlendingafangelsin sín „umhyggju“ og „safe-space“-skjól. Dugnaður þeirra og afköst spara gamla varðhundafeðravaldinu sporin undir yfirskyni framfara og „tiltektar“. Þá gleymdi ráðherrann að minnast á þá eftirlátssömu og skaðlegu nautn, hina sadísku og ósiðmenntuðu normalíseringu villimennskunnar sem þessi sama ríkisstjórn ber fram, þar sem þjónn þjóðarinnar finnur sig knúinn til að bjóða félögum sínum til þátttöku í nautnafullri kúgun og yfirráðum yfir hinum óæðri. Dónaskapur og barbarismi umhverfist í augnablik persónulegs og faglegs sigurs, sannkallað „slay“, sviðsett fyrir útvalinn hóp jafningja. Munum eftir bréfi Nixons Bandaríkjaforseta til Íslands í mars 1971, þegar stjórn hans afhenti íslenskum stjórnvöldum formlega minnisblað varðandi kynþáttastefnu þeirra. Í bréfinu kom fram að hvergi annars staðar í heiminum, hvorki í lýðræðis- eða alræðisríkjum, sættu bandarískir hermenn jafn ströngum takmörkunum. Þar var lögð áhersla á að þótt Reykjavík hefði nútímavæðst frá sjötta áratugnum, væri þar enn að finna aðskilnað og takmarkanir eftir stétt og kynþætti: láglaunuðum svörtum og brúnum hermönnum var meinuð innganga á fínustu veitingastaðina á meðan hvítum yfirmönnum þeirra var hleypt inn. Þetta minnisblað afhjúpar þá frumstæðu kynþáttarökfræði sem lá til grundvallar tilraunum íslenska ríkisins til nútímavæðingar; stjórnunarhugsun sem leit á „erlenda“ einstaklinga sem uppsprettu mengunar og hættu sem þörfnuðust einangrunar. Í þessu ljósi verða nýlegar pólitískar breytingar mun skiljanlegri. Ef markmiðið var að varðveita útilokunarstefnu gömlu valdhafanna en gefa henni „nútímalegt andlit“, þá hefur því verið náð. Væri ég BB, hefði ég líka sest í helgan stein; verkinu er lokið. Höfundur er stjórnmálafræðingur og meðlimur ýmissa baráttusamtaka, svo sem Common [Under] Ground og Félags fólks með fjölskyldutengsl utan Schengen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur rétt fyrir sér um eitt: ímynd ríkisstjórnarinnar er löskuð. Eftir áralanga og þrotlausa viðleitni við að villa um fyrir almenningi, kjósendum og alþjóðasamfélaginu, er gríman loksins að falla. Við lifum nú í „eftirtilfinningalegu“ (e. postemotional) samfélagi. Á þessu stigi hafa raunverulegar pólitískar aðgerðir vikið fyrir hagkerfi mannlegra tilfinninga. Við erum mötuð á fjöldaframleiddri, vandlega uppbyggðri hneykslun og holri samkennd, hráefnum til huggunar og fullvissu kjósenda, svo hvatinn til að krefjast kerfisbreytinga missi fyrirhafnarlaust máttinn. Þetta gerir spekúlöntum kleift að upplifa sig dyggðuga án þess að þurfa nokkurn tímann að skora stöðu mála á hólm. Ráðherrann hefur náð fullkomnum tökum á þeirri list að endurskilgreina hinn „flókna“ raunveruleika fólks á flótta með forgangsröðun tilfinningalegra þæginda almennings fram yfir grundvallarréttindi þeirra sem útilokaðir eru. Ég skil nálgun hennar vel. Svipaða afstöðu má jafnvel finna meðal „róttæklinga“ og „framsækinna“. Þegar öllu er á botninn hvolft eru stjórnmálamenn það sem Mancur Olson kallaði árið 1993 „kyrrstæða ræningja“ (e. stationary bandits), sem beina auðlindum (lögmæti, fjárveitingum og kjörvaldi) smám saman frá almenningi. Það er sérstaklega áhugavert að sjá þessum viðhorfum haldið á lofti af „Valkyrjunum“, ríkisstjórn áhrifamikilla nýfrjálshyggjukvenna á Íslandi (FKA átrúnaðargyðjur). Þær hafa tileinkað sér femíniska orðræðu og stíl til að fegra harðneskjulega landamærastefnu, þar sem notað er myndmál eins og „tiltekt“ til að lýsa utanríkismálum, ólögmætum brottflutningi fjölskyldu með einkaþotu, óafhentum æðingarvottorðum, og því sem virðist vera samstarf þeirra við alræðisstjórnir í beinni þversögn við kosningaloforð hennar. Ef okkur er alvara með öryggi samfélags okkar verðum við að krefjast ítarlegrar úttektar og bakgrunnsskoðunar á núverandi starfsfólki ríkisstofnana. Við getum ekki tekið þá áhættu að öfgafólki eða valdaníðingum sé gefið vald, hvort sem þau hneigjast til fasískrar arfleifðar Ústasa og Þriðja ríkisins eða einræðisstefnu nútímans í Rússlandi. Hins vegar, eins og við höfum séð á ýmsum hneykslismálum þessa árs, þá snúa aðaláhyggjur ríkisstjórnarinnar ekki að siðferði eigin gjörða, heldur þeirri staðreynd að almenningur komst að sannleikanum. Fínpússuð og marg-ritskoðuð svörin, eins og sprottin upp af Dale Carnegie námskeiði í kapítalískum blekkingum, endurspegla einmitt kjarna þess sem mörg okkar neita að styðja. Orðræðu þeirra sem sigla fölsku flaggi undir hugmyndafræði femínisma og mannfrelsunar, hvort sem það eru verkalýðsforingjar, sósíaldemókratar eða kollegar þeirra í flokki Pírata. Það sem vantar inn í ræðu ráðherrans er viðurkenning á hinni normalíseruðu villimennsku sem hefur fest rætur í íslensku samfélagi. Undir yfirskyni framfara og tiltektar munu þær innan tíðar kalla útlendingafangelsin sín „umhyggju“ og „safe-space“-skjól. Dugnaður þeirra og afköst spara gamla varðhundafeðravaldinu sporin undir yfirskyni framfara og „tiltektar“. Þá gleymdi ráðherrann að minnast á þá eftirlátssömu og skaðlegu nautn, hina sadísku og ósiðmenntuðu normalíseringu villimennskunnar sem þessi sama ríkisstjórn ber fram, þar sem þjónn þjóðarinnar finnur sig knúinn til að bjóða félögum sínum til þátttöku í nautnafullri kúgun og yfirráðum yfir hinum óæðri. Dónaskapur og barbarismi umhverfist í augnablik persónulegs og faglegs sigurs, sannkallað „slay“, sviðsett fyrir útvalinn hóp jafningja. Munum eftir bréfi Nixons Bandaríkjaforseta til Íslands í mars 1971, þegar stjórn hans afhenti íslenskum stjórnvöldum formlega minnisblað varðandi kynþáttastefnu þeirra. Í bréfinu kom fram að hvergi annars staðar í heiminum, hvorki í lýðræðis- eða alræðisríkjum, sættu bandarískir hermenn jafn ströngum takmörkunum. Þar var lögð áhersla á að þótt Reykjavík hefði nútímavæðst frá sjötta áratugnum, væri þar enn að finna aðskilnað og takmarkanir eftir stétt og kynþætti: láglaunuðum svörtum og brúnum hermönnum var meinuð innganga á fínustu veitingastaðina á meðan hvítum yfirmönnum þeirra var hleypt inn. Þetta minnisblað afhjúpar þá frumstæðu kynþáttarökfræði sem lá til grundvallar tilraunum íslenska ríkisins til nútímavæðingar; stjórnunarhugsun sem leit á „erlenda“ einstaklinga sem uppsprettu mengunar og hættu sem þörfnuðust einangrunar. Í þessu ljósi verða nýlegar pólitískar breytingar mun skiljanlegri. Ef markmiðið var að varðveita útilokunarstefnu gömlu valdhafanna en gefa henni „nútímalegt andlit“, þá hefur því verið náð. Væri ég BB, hefði ég líka sest í helgan stein; verkinu er lokið. Höfundur er stjórnmálafræðingur og meðlimur ýmissa baráttusamtaka, svo sem Common [Under] Ground og Félags fólks með fjölskyldutengsl utan Schengen.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar