Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2025 08:00 Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun