Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2025 15:59 Jessica varð fyrir árásinni nálægt Kaffi Laugalæk í Laugardalnum. Samsett Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira