Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 07:34 Nikola Jokic gæti hafa meiðst alvarlega í Miami í gærkvöld. Getty/Rich Storry Það sló þögn á stuðningsmenn Denver Nuggets í gærkvöld þegar stórstjarna liðsins og þrefaldi MVP-verðlaunahafinn Nikola Jokic meiddist í hné. Óttast er að meiðsli hans gætu verið alvarleg. „Hann fann strax að eitthvað var að,“ sagði David Adelman, þjálfari Nuggets, við blaðamenn eftir 147-123 tapið gegn Miami Heat. Það stefndi í enn einn stórleikinn hjá Jokic, sem sárasjaldan glímir við meiðsli og hefur ekki misst af leik á þessu tímabili. Hann hafði skorað 21 stig á aðeins 19 mínútum, átt átta stoðsendingar og tekið fimm fráköst, en var greinilega þjáður þegar hann meiddist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Nikola Jokić went down holding his leg after Spencer jones inadvertently steps hard on him, he was checked by the medical staff, and has limped to the locker room. Full replay of the injury sequence. pic.twitter.com/mbVcaJ7VEa— MrBuckBuck (@MrBuckBuckNBA) December 30, 2025 Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan þá var Jokic ekki í baráttu við neinn þegar hann meiddist. Nuggets voru í vörn og liðsfélagi Serbans, Spencer Jones, steig aftur á bak og óvart á Jokic sem spennti þá upp vinstri fótinn þannig að hann bognaði of mikið inn, í óeðlilega stöðu. Eftir að hafa legið þjáður á gólfinu náði Jokic að standa upp og haltra af velli en spilaði ekki meira í leiknum. „Þetta er partur af NBA. Það er algjörlega ömurlegt að menn skuli meiðast, sérstaklega þegar það er svona einstakur leikmaður eins og hann,“ sagði Adelman. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðslin eru en samkvæmt bandarískum miðlum gæti í versta falli verið um krossbandsslit að ræða og þá gæti Jokic ekki spilað aftur fyrr en á næsta tímabili. Ljóst er að það yrði gríðarlegt áfall fyrir bæði hann og Denver-liðið sem ætlar sér stóra hluti í vor og er í 3. sæti vesturdeildarinnar. Jokic fer í myndatöku í dag og þá ætti að koma betur í ljós um hve alvarleg meiðsli er að ræða. Hann hefur verið í frábæru formi í vetur og skorað að meðaltali 29,9 stig í leik, tekð 12,4 fráköst og átt 11,1 stoðsendingar, í 31 leik. NBA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
„Hann fann strax að eitthvað var að,“ sagði David Adelman, þjálfari Nuggets, við blaðamenn eftir 147-123 tapið gegn Miami Heat. Það stefndi í enn einn stórleikinn hjá Jokic, sem sárasjaldan glímir við meiðsli og hefur ekki misst af leik á þessu tímabili. Hann hafði skorað 21 stig á aðeins 19 mínútum, átt átta stoðsendingar og tekið fimm fráköst, en var greinilega þjáður þegar hann meiddist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Nikola Jokić went down holding his leg after Spencer jones inadvertently steps hard on him, he was checked by the medical staff, and has limped to the locker room. Full replay of the injury sequence. pic.twitter.com/mbVcaJ7VEa— MrBuckBuck (@MrBuckBuckNBA) December 30, 2025 Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan þá var Jokic ekki í baráttu við neinn þegar hann meiddist. Nuggets voru í vörn og liðsfélagi Serbans, Spencer Jones, steig aftur á bak og óvart á Jokic sem spennti þá upp vinstri fótinn þannig að hann bognaði of mikið inn, í óeðlilega stöðu. Eftir að hafa legið þjáður á gólfinu náði Jokic að standa upp og haltra af velli en spilaði ekki meira í leiknum. „Þetta er partur af NBA. Það er algjörlega ömurlegt að menn skuli meiðast, sérstaklega þegar það er svona einstakur leikmaður eins og hann,“ sagði Adelman. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðslin eru en samkvæmt bandarískum miðlum gæti í versta falli verið um krossbandsslit að ræða og þá gæti Jokic ekki spilað aftur fyrr en á næsta tímabili. Ljóst er að það yrði gríðarlegt áfall fyrir bæði hann og Denver-liðið sem ætlar sér stóra hluti í vor og er í 3. sæti vesturdeildarinnar. Jokic fer í myndatöku í dag og þá ætti að koma betur í ljós um hve alvarleg meiðsli er að ræða. Hann hefur verið í frábæru formi í vetur og skorað að meðaltali 29,9 stig í leik, tekð 12,4 fráköst og átt 11,1 stoðsendingar, í 31 leik.
NBA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira