Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2025 13:49 Myndbandið sem bandaríski herinn hefur birt er í mjög lélegum gæðum en það virðist sýna tvo menn um borð í litlum báti. Báturinn verður síðan fyrir að minnsta kosti tveimur sprengjum. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur. Donald Trump og starfsfólk hans hafa haldið því fram að Bandaríkin eigi í átökum við fíkniefnasamtök í Suður-Ameríku sem hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Því hefur verið haldið fram að þessir meintu smyglarar séu vígamenn og Bandaríkin eigi í átökum við þá. Átök þessi eiga að vera sambærileg átökum Bandaríkjanna við hryðjuverkamenn svo þingið þurfi ekki að lýsa yfir stríði, í samræmi við lög. Árásirnar eru verulega umdeildar en Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannir fyrir ásökunum sínum um að bátarnir séu notaðir til að smygla fíkniefnum. Þar að auki er ekki dauðarefsing fyrir fíkniefnasmygl í neinu ríki Bandaríkjanna og hafa árásirnar verið gagnrýndar harðlega sem aftökur án dóms og laga. Í þeim þrjátíu árásum sem vitað er að hafa verið gerðar á báta meintra smyglara er vitað til þess að að minnsta kosti 107 hafi fallið. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Suður-Ameríku birti myndband af árásinni í gær. On Dec. 29, at the direction of @SecWar Pete Hegseth, Joint Task Force Southern Spear conducted a lethal kinetic strike on a vessel operated by Designated Terrorist Organizations in international waters. Intelligence confirmed the vessel was transiting along known… pic.twitter.com/69ywxXk30N— U.S. Southern Command (@Southcom) December 29, 2025 Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkisstjórn Trumps sent umtalsverðan herafla til Karíbahafsins og austanverðs Kyrrahafs. Trump hefur kallað eftir því berum orðum að Nicolas Maduro, forseta Venesúela, verði komið frá völdum en hefur ekki viljað segja hvort hann sé tilbúinn til að beita hervaldi til að velta honum úr sessi. Trump sagði á dögunum frá því að gerð hefði verið árás á landi í Venesúela en blaðamönnum vestanhafs hefur gengið verulega illa í að fá svör um það hvaða árás Trump var að tala um. Í viðtali sem birt var á föstudaginn sagði Trump: „Þeir eru með stóra verksmiðju, eða stóra aðstöðu, þaðan sem skipin koma. Fyrir tveimur dögum, rústuðum við þeim stað. Svo við veittum þeim þungt högg.“ Trump hefur opinberað að hann hafi heimilað leyniþjónustum Bandaríkjanna að fara í aðgerðir í Venesúela og gefið til kynna að loftárásir komi til greina. Sjá einnig: Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Nú segir CNN frá því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fyrr í mánuðinum gert drónaárás á höfn í Venesúela. Það er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að árás hafi verið gerð á landi í Venesúela. Samkvæmt heimildum CNN er um að ræða höfn sem talið er að meðlimir gengis sem kallast Tren de Aragua noti til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Enginn er sagður hafa fallið í árásinni. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Donald Trump og starfsfólk hans hafa haldið því fram að Bandaríkin eigi í átökum við fíkniefnasamtök í Suður-Ameríku sem hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Því hefur verið haldið fram að þessir meintu smyglarar séu vígamenn og Bandaríkin eigi í átökum við þá. Átök þessi eiga að vera sambærileg átökum Bandaríkjanna við hryðjuverkamenn svo þingið þurfi ekki að lýsa yfir stríði, í samræmi við lög. Árásirnar eru verulega umdeildar en Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannir fyrir ásökunum sínum um að bátarnir séu notaðir til að smygla fíkniefnum. Þar að auki er ekki dauðarefsing fyrir fíkniefnasmygl í neinu ríki Bandaríkjanna og hafa árásirnar verið gagnrýndar harðlega sem aftökur án dóms og laga. Í þeim þrjátíu árásum sem vitað er að hafa verið gerðar á báta meintra smyglara er vitað til þess að að minnsta kosti 107 hafi fallið. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Suður-Ameríku birti myndband af árásinni í gær. On Dec. 29, at the direction of @SecWar Pete Hegseth, Joint Task Force Southern Spear conducted a lethal kinetic strike on a vessel operated by Designated Terrorist Organizations in international waters. Intelligence confirmed the vessel was transiting along known… pic.twitter.com/69ywxXk30N— U.S. Southern Command (@Southcom) December 29, 2025 Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkisstjórn Trumps sent umtalsverðan herafla til Karíbahafsins og austanverðs Kyrrahafs. Trump hefur kallað eftir því berum orðum að Nicolas Maduro, forseta Venesúela, verði komið frá völdum en hefur ekki viljað segja hvort hann sé tilbúinn til að beita hervaldi til að velta honum úr sessi. Trump sagði á dögunum frá því að gerð hefði verið árás á landi í Venesúela en blaðamönnum vestanhafs hefur gengið verulega illa í að fá svör um það hvaða árás Trump var að tala um. Í viðtali sem birt var á föstudaginn sagði Trump: „Þeir eru með stóra verksmiðju, eða stóra aðstöðu, þaðan sem skipin koma. Fyrir tveimur dögum, rústuðum við þeim stað. Svo við veittum þeim þungt högg.“ Trump hefur opinberað að hann hafi heimilað leyniþjónustum Bandaríkjanna að fara í aðgerðir í Venesúela og gefið til kynna að loftárásir komi til greina. Sjá einnig: Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Nú segir CNN frá því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fyrr í mánuðinum gert drónaárás á höfn í Venesúela. Það er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að árás hafi verið gerð á landi í Venesúela. Samkvæmt heimildum CNN er um að ræða höfn sem talið er að meðlimir gengis sem kallast Tren de Aragua noti til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Enginn er sagður hafa fallið í árásinni.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira