Innlent

Stunguárás og margar til­kynningar um flug­elda­slys

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að lögregla hafi handtekið mann í miðborg Reykjavíkur vegna gruns um að hann hafi stungið annan mann með hníf. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi og hafði sjúkralið komið á vettvang og hlúð að þeim sem fyrir árásinni varð. Sá reyndist ekki í lífshættu og var árásarmaður vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Einnig segir að maður hafi verið handtekinn í Reykjavík vegna eignaspjalla, líkamsárásar og vörslu fíkniefna.

Þá var tilkynnt um eld í einbýlishúsi en verið er að gera húsið upp og því var enginn inni þegar eldurinn kom upp.

Í tilkynningunni segir einnig að erlendur maður hafi verið handtekinn eftir að hafa hlaupið frá lögreglu, en sá reyndist eftirlýstur og stendur til að flytja hann úr landi.

Nokkuð var um að ökumenn væru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Í einu tilvikinu var tilkynnt um umferðarslys þar sem ökumaður hafði hlaupið frá vettvangi. Sá var grunaður um ölvun við akstur og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins eftir blóðsýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×