Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 2. janúar 2026 08:32 Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn. Til að leggja niður varnir og hætta að hnippa í hvorn annan þurfa þeir ekki ný rök. Þeir eru þegar yfirfullir af rökum. Það sem vantar er annars konar færni og hún er öllum óþægileg. Í fyrsta lagi þurfa þeir að geta þolað óöryggi. Harðlínumaður, hvort sem hann er rauður eða blár, beitir hugmyndafræði sem vopni til að loka spurningum. Hún veitir honum tilfinningu fyrir fótfestu : ég veit. Raunverulegt samtal hefst þó ekki nema maður leyfir sér að vita ekki alveg allt. Það jafnast á við að sleppa handriðinu í stiganum, líkaminn spennist ósjálfrátt. Í öðru lagi þurfa þeir að greina á milli sjálfsmyndar og skoðana. Þeim er hætt við að líta á gagnrýni á kerfi, stefnu eða hugmyndafræði sem persónulega og þá breytist allt í stríð. Þeir verða að læra að segja: þetta er skoðun sem ég aðhyllist en ekki meitluð sjálfsmynd mín. Þessi færni er byltingarkennd, sjaldan kennd en samt grundvöllur „lifandi“ lýðræðis. Í þriðja lagi þurfa þeir að viðurkenna sameiginlegar mannlegar hvatir. Vinstri og hægri deila fleiri tilfinningum en þeir vilja viðurkenna: ótta við glundroða, þrá eftir réttlæti, löngun til að tilheyra, reiði yfir skorti á hlustun eða afbökun á því sem sagt er. Hugmyndafræðin er búningur utan um þessar tilfinningar. Ef menn myndu nú frekar þora að tala frá eigin brjósti en með slagorðum, breytist tónninn strax. Í fjórða lagi þurfa þeir að hætta að halda að hinn sé heimskur eða siðblindur. Flestir trúa ekki því sem þeir trúa af illvilja heldur af reynslu, uppeldi, áföllum og því sem kannski virkaði einhvern tímann í den. Þegar andstæðingurinn er gerður að fífli er stutt í sjálfsupphafningu og endurtekningu og löng leið að raunverulegum lausnum. Og að lokum: þeir þurfa að tileinka sér hæfileikann til að hlusta án þess að safna skotfærum. Ekki hlusta til að svara. Ekki hlusta til að afhjúpa mótsögn, Heldur að hlusta til að skilja hvaða heimur býr handan borðsins. Það er hægara sagt en gert, því það krefst þess að maður sé ekki í sjálfsvörn. Þegar þetta gerist, ekki í orði heldur í líkamanum, hætta menn að hnippa. Ekki vegna þess að þeir séu sammála, heldur vegna þess að þeir eru ekki lengur í stöðugri árásarstöðu. Og þá verður til rými fyrir eitthvað sjaldgæft í pólitík: raunveruleg hugsun. Björgunin felst ekki í að vakna eða afhjúpa heldur að þjálfa sig í að þola flækju án þess að detta í skotgröf. Þetta er ekki flókið, Hérna þarf hæg handtök. Það er ekki fréttnæmt. Afnám flækjunnar getur ein breytt kerfum í stað þess að festa þau í sessi. Mig grunar samt að mögulega gangi samstarfið milli vinstri og hægri betur en fjölmiðlar lýsa, vegna þess að til að halda sviðsmyndinni, villta vestrinu/ flokkakerfinu gangandi, er óhjákvæmilegt að viðhalda tvíhyggjunni og umönnunin er best hjá almenningi sem fæðir hana án þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni og mætti. Hvad væri Colosseum án áhorfenda Í atkvæðagreiðslu Í kommentakerfi Á milli manna Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn. Til að leggja niður varnir og hætta að hnippa í hvorn annan þurfa þeir ekki ný rök. Þeir eru þegar yfirfullir af rökum. Það sem vantar er annars konar færni og hún er öllum óþægileg. Í fyrsta lagi þurfa þeir að geta þolað óöryggi. Harðlínumaður, hvort sem hann er rauður eða blár, beitir hugmyndafræði sem vopni til að loka spurningum. Hún veitir honum tilfinningu fyrir fótfestu : ég veit. Raunverulegt samtal hefst þó ekki nema maður leyfir sér að vita ekki alveg allt. Það jafnast á við að sleppa handriðinu í stiganum, líkaminn spennist ósjálfrátt. Í öðru lagi þurfa þeir að greina á milli sjálfsmyndar og skoðana. Þeim er hætt við að líta á gagnrýni á kerfi, stefnu eða hugmyndafræði sem persónulega og þá breytist allt í stríð. Þeir verða að læra að segja: þetta er skoðun sem ég aðhyllist en ekki meitluð sjálfsmynd mín. Þessi færni er byltingarkennd, sjaldan kennd en samt grundvöllur „lifandi“ lýðræðis. Í þriðja lagi þurfa þeir að viðurkenna sameiginlegar mannlegar hvatir. Vinstri og hægri deila fleiri tilfinningum en þeir vilja viðurkenna: ótta við glundroða, þrá eftir réttlæti, löngun til að tilheyra, reiði yfir skorti á hlustun eða afbökun á því sem sagt er. Hugmyndafræðin er búningur utan um þessar tilfinningar. Ef menn myndu nú frekar þora að tala frá eigin brjósti en með slagorðum, breytist tónninn strax. Í fjórða lagi þurfa þeir að hætta að halda að hinn sé heimskur eða siðblindur. Flestir trúa ekki því sem þeir trúa af illvilja heldur af reynslu, uppeldi, áföllum og því sem kannski virkaði einhvern tímann í den. Þegar andstæðingurinn er gerður að fífli er stutt í sjálfsupphafningu og endurtekningu og löng leið að raunverulegum lausnum. Og að lokum: þeir þurfa að tileinka sér hæfileikann til að hlusta án þess að safna skotfærum. Ekki hlusta til að svara. Ekki hlusta til að afhjúpa mótsögn, Heldur að hlusta til að skilja hvaða heimur býr handan borðsins. Það er hægara sagt en gert, því það krefst þess að maður sé ekki í sjálfsvörn. Þegar þetta gerist, ekki í orði heldur í líkamanum, hætta menn að hnippa. Ekki vegna þess að þeir séu sammála, heldur vegna þess að þeir eru ekki lengur í stöðugri árásarstöðu. Og þá verður til rými fyrir eitthvað sjaldgæft í pólitík: raunveruleg hugsun. Björgunin felst ekki í að vakna eða afhjúpa heldur að þjálfa sig í að þola flækju án þess að detta í skotgröf. Þetta er ekki flókið, Hérna þarf hæg handtök. Það er ekki fréttnæmt. Afnám flækjunnar getur ein breytt kerfum í stað þess að festa þau í sessi. Mig grunar samt að mögulega gangi samstarfið milli vinstri og hægri betur en fjölmiðlar lýsa, vegna þess að til að halda sviðsmyndinni, villta vestrinu/ flokkakerfinu gangandi, er óhjákvæmilegt að viðhalda tvíhyggjunni og umönnunin er best hjá almenningi sem fæðir hana án þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni og mætti. Hvad væri Colosseum án áhorfenda Í atkvæðagreiðslu Í kommentakerfi Á milli manna Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun