Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. janúar 2026 15:30 Stefon Diggs skömmustulegur að sjá en Cardi B hoppandi kát. Raymond Hall/GC Images New England Patriots spila síðasta leik venjulega tímabilsins í NFL deildinni á sunnudag en tveir leikmenn liðsins, Christian Barmore og Stefon Diggs, hafa nýlega verið ákærðir fyrir ofbeldi. Kærasta hins síðarnefnda, poppstjarnan Cardi B, hefur komið sínum manni til varna. Christian Barmore er ákærður fyrir heimilisofbeldi sem á að hafa átt sér stað í ágúst síðastliðnum. Hann mun mæta fyrir dómstóla þann 3. febrúar, í sömu viku og úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram. Stefon Diggs er ákærður fyrir ofbeldi sem hann á að hafa beitt fyrrum einkakokki heimilis síns. Hún segir hann hafa kyrkt sig og barið, en leikmaðurinn sver af sér allar ásakanir og segir hana vilja plokka af sér peninga. New England Patriots, sem eru búnir að tryggja sér sigur í AFC austur deildinni í fyrsta sinn síðan 2019, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem segir að félagið standi með leikmanninum. Kærasta hans, söngkonan Cardi B, hefur líka sýnt honum stuðning á samfélagsmiðlum og þvertekið fyrir að eiga þátt í málinu. Samkvæmt konunni sem kærði Diggs fékk hún símtal frá kærustu hans, sem gerði lítið úr atvikinu og hótaði henni öllu illa ef hún myndi kæra. Þar flækist málið töluvert, því Stefon Diggs hefur ekki verið við eina konu kenndur síðustu misseri. Þau Cardi B opinberuðu sambandið í febrúar á síðasta ári og eignuðust sitt fyrsta barn saman í nóvember en í millitíðinni eignaðist Diggs barn með annarri konu og verið ítrekað sakaður um framhjáhald í fjölmiðlum. Hann var líka gagnrýndur fyrir að verja jólahátíðinni ekki með Cardi B og nýfæddu barni þeirra, heldur með annarri barnsmóður sinni og afkvæmi þeirra. Vandræðin eru þá ekki öll upptalin hjá Diggs því í gær var hann aftur kærður, af annarri konu, sem segir hann föður barns síns og fer fram á meðlagsgreiðslur. NFL Ástin og lífið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira
Christian Barmore er ákærður fyrir heimilisofbeldi sem á að hafa átt sér stað í ágúst síðastliðnum. Hann mun mæta fyrir dómstóla þann 3. febrúar, í sömu viku og úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram. Stefon Diggs er ákærður fyrir ofbeldi sem hann á að hafa beitt fyrrum einkakokki heimilis síns. Hún segir hann hafa kyrkt sig og barið, en leikmaðurinn sver af sér allar ásakanir og segir hana vilja plokka af sér peninga. New England Patriots, sem eru búnir að tryggja sér sigur í AFC austur deildinni í fyrsta sinn síðan 2019, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem segir að félagið standi með leikmanninum. Kærasta hans, söngkonan Cardi B, hefur líka sýnt honum stuðning á samfélagsmiðlum og þvertekið fyrir að eiga þátt í málinu. Samkvæmt konunni sem kærði Diggs fékk hún símtal frá kærustu hans, sem gerði lítið úr atvikinu og hótaði henni öllu illa ef hún myndi kæra. Þar flækist málið töluvert, því Stefon Diggs hefur ekki verið við eina konu kenndur síðustu misseri. Þau Cardi B opinberuðu sambandið í febrúar á síðasta ári og eignuðust sitt fyrsta barn saman í nóvember en í millitíðinni eignaðist Diggs barn með annarri konu og verið ítrekað sakaður um framhjáhald í fjölmiðlum. Hann var líka gagnrýndur fyrir að verja jólahátíðinni ekki með Cardi B og nýfæddu barni þeirra, heldur með annarri barnsmóður sinni og afkvæmi þeirra. Vandræðin eru þá ekki öll upptalin hjá Diggs því í gær var hann aftur kærður, af annarri konu, sem segir hann föður barns síns og fer fram á meðlagsgreiðslur.
NFL Ástin og lífið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira