Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 2. janúar 2026 14:00 Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Kennarar báru gæfu til þess að sameinast í baráttunni. Leikskóla-, grunnskóla-, tónlistar- og framhaldsskólakennarar gengu samstíga fram og tóku skref í rétta átt. Það var ekki átakalaust. KÍ stillti upp markvissum og skipulögðum aðgerðum og félagsfólk í Félagi framhaldsskólakennara lét sitt ekki eftir liggja. Fremst í flokki fóru kennarar og ráðgjafar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem stóðu vaktina lengst í okkar hópi. Félagsfólk okkar í Menntaskólanum í Reykjavík steig svo duglega inn og loks tóku Borghyltingar, Snæfellingar, Akureyringar og Norðfirðingar snarpa sennu, en þá tókst loks að semja. Alls tóku um 400 félagsmenn FF beinan þátt í aðgerðum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Þau sýndu mikinn baráttuvilja og -þrek og eiga mikinn heiður skilinn. Verkefninu er hins vegar ekki lokið. Eftir samningana hófst ný vegferð þar sem störf félagsfólks verða virðismetin undir stjórn ríkissáttasemjara og Jafnlaunastofu. Sú vinna hefur verið mjög umfangsmikil og úrslitastund nálgast. Í október á nýbyrjuðu ári mun niðurstaða liggja fyrir. Að mínu mati er grundvallaratriði í þessari vinnu að allt Kennarasambandið standi áfram í órofinni samstöðu í verkefninu. Fram undan eru fleiri áríðandi og krefjandi verkefni hjá kennurum þessa lands. Í framhaldsskólanum eru ýmsar blikur á lofti, sem félagið þarf að fylgjast með og bregðast við. Við þurfum að standa vörð um sjálfræði framhaldsskólanna. Við þurfum að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara. Við þurfum að tryggja að skólarnir geti haldið úti mannsæmandi stoðþjónustu við nemendur, efla náms- og starfsráðgjöf og kennsluráðgjöf. Við þurfum að tryggja að skólarnir og starfsfólk þeirra geti tæklað stöðugt flóknari verkefni við að koma ungdómi landsins til manns. Verkefnin eru ærin, en nefna má fjölbreyttari uppruna nemenda, mismunandi námsstöðu þeirra, mismunandi félagslega og sálræna stöðu þeirra, skort á kennsluefni við hæfi, nýtingu gervigreindar, styttingu athyglisspannar og ýmsar aðrar áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Aðalatriðið er þó að tryggja að nægu fjármagni verði varið til framhaldsskólastigsins, svo skólarnir og allt það frábæra fagfólk sem þar starfar, hafi svigrúm til að takast á við ofangreindar áskoranir. Þar blasir við grafalvarleg staða. Í fjármálaáætlun er 2,5 milljarða króna niðurskurður boðaður á næstu árum. Það er í hróplegu ósamræmi við fjárhagsstöðu framhaldsskólanna eftir markvissan niðurskurð og vanfjármögnun síðustu ára. Það er í hróplegu ósamræmi við orð mennta- og barnamálaráðherra um áformaðar „umfangsmestu stuðningsaðgerðir“ við framhaldsskóla samhliða lítt ígrunduðum skipulagsbreytingum sem voru kynntar í haust. Það er í hróplegu ósamræmi við falleg orð um „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Við sem þjóð getum ekki látið stöðuga vanfjármögnun framhaldsskólans viðgangast. Við verðum að standa við það af alvöru að góð og fjölbreytt menntun er hornsteinn samfélagsins. Hornsteinn velmegunar, hornsteinn lýðræðis, hornsteinn þess þjóðfélags sem við erum, og viljum áfram vera stolt af. Áramótaheit okkar allra ætti því að vera þetta: Tryggjum gæðamenntun. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Kennarar báru gæfu til þess að sameinast í baráttunni. Leikskóla-, grunnskóla-, tónlistar- og framhaldsskólakennarar gengu samstíga fram og tóku skref í rétta átt. Það var ekki átakalaust. KÍ stillti upp markvissum og skipulögðum aðgerðum og félagsfólk í Félagi framhaldsskólakennara lét sitt ekki eftir liggja. Fremst í flokki fóru kennarar og ráðgjafar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem stóðu vaktina lengst í okkar hópi. Félagsfólk okkar í Menntaskólanum í Reykjavík steig svo duglega inn og loks tóku Borghyltingar, Snæfellingar, Akureyringar og Norðfirðingar snarpa sennu, en þá tókst loks að semja. Alls tóku um 400 félagsmenn FF beinan þátt í aðgerðum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Þau sýndu mikinn baráttuvilja og -þrek og eiga mikinn heiður skilinn. Verkefninu er hins vegar ekki lokið. Eftir samningana hófst ný vegferð þar sem störf félagsfólks verða virðismetin undir stjórn ríkissáttasemjara og Jafnlaunastofu. Sú vinna hefur verið mjög umfangsmikil og úrslitastund nálgast. Í október á nýbyrjuðu ári mun niðurstaða liggja fyrir. Að mínu mati er grundvallaratriði í þessari vinnu að allt Kennarasambandið standi áfram í órofinni samstöðu í verkefninu. Fram undan eru fleiri áríðandi og krefjandi verkefni hjá kennurum þessa lands. Í framhaldsskólanum eru ýmsar blikur á lofti, sem félagið þarf að fylgjast með og bregðast við. Við þurfum að standa vörð um sjálfræði framhaldsskólanna. Við þurfum að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara. Við þurfum að tryggja að skólarnir geti haldið úti mannsæmandi stoðþjónustu við nemendur, efla náms- og starfsráðgjöf og kennsluráðgjöf. Við þurfum að tryggja að skólarnir og starfsfólk þeirra geti tæklað stöðugt flóknari verkefni við að koma ungdómi landsins til manns. Verkefnin eru ærin, en nefna má fjölbreyttari uppruna nemenda, mismunandi námsstöðu þeirra, mismunandi félagslega og sálræna stöðu þeirra, skort á kennsluefni við hæfi, nýtingu gervigreindar, styttingu athyglisspannar og ýmsar aðrar áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Aðalatriðið er þó að tryggja að nægu fjármagni verði varið til framhaldsskólastigsins, svo skólarnir og allt það frábæra fagfólk sem þar starfar, hafi svigrúm til að takast á við ofangreindar áskoranir. Þar blasir við grafalvarleg staða. Í fjármálaáætlun er 2,5 milljarða króna niðurskurður boðaður á næstu árum. Það er í hróplegu ósamræmi við fjárhagsstöðu framhaldsskólanna eftir markvissan niðurskurð og vanfjármögnun síðustu ára. Það er í hróplegu ósamræmi við orð mennta- og barnamálaráðherra um áformaðar „umfangsmestu stuðningsaðgerðir“ við framhaldsskóla samhliða lítt ígrunduðum skipulagsbreytingum sem voru kynntar í haust. Það er í hróplegu ósamræmi við falleg orð um „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Við sem þjóð getum ekki látið stöðuga vanfjármögnun framhaldsskólans viðgangast. Við verðum að standa við það af alvöru að góð og fjölbreytt menntun er hornsteinn samfélagsins. Hornsteinn velmegunar, hornsteinn lýðræðis, hornsteinn þess þjóðfélags sem við erum, og viljum áfram vera stolt af. Áramótaheit okkar allra ætti því að vera þetta: Tryggjum gæðamenntun. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar