Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. janúar 2026 18:39 Mótmælin hafa staðið yfir í fimm daga. AP Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið. Ríalinn, gjaldmiðill Írans, hrundi nýverið gagnvart Bandaríkjadal en efnahagsástandið í landinu vr bágt fyrir. Trump Bandaríkjaforseti setti auknar viðskiptaþvinganir á Írani þegar hann hóf aðra embættistíð sína í upphafi síðasta árs og verð á nauðsynjavörum hefur í kjölfarið hækkað um rúm 40 prósent á árinu sem leið. Fréttir hafa borist frá ólíkum landshlutum að fólk hafi látist í götubardögum við lögreglu og að ólgan vaxi hægt og þétt. Mótmælin eru þau viðamestu frá mótmælunum 2022 sem brutust út eftir að unglingsstúlkan Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðalögreglunnar fyrir að fela andlit sitt ekki nægilega vel með blæju sinni. Verðbólgan erfið að eiga við Kjartan Orri Þórsson lærði írönsk fræði í Kaupmannahöfn og var einnig búsettur í Íran um tíð. Hann hefur kennt námskeið við Háskóla Íslands um Íran, sögu þess og bókmenntir. Hann segir dýrtíð kveikjuna á mótmælunum sem breiddust svo hratt út þegar stúdentar fylktu út á götur Teherans og annarra stórborga. „Það eru blikur á lofti um að staðan sé að verða ansi alvarleg. Mótmælin byrja á sunnudaginn. Það eru kaupmenn sem slá í borðið og segja að verðbólgan sé að ríða þeim að fullu en stjórnvöld geta ekki með góðu móti brugðist við þegar innflutningsgjöld og viðskiptaþvinganir eru á þeim,“ segir hann. Þjóðin óttist upplausn Kjartan segir taumhald klerkastjórnarinnar á þjóðinni ekki vera neinu sérstöku dálæti að þakka, en vitanlega séu margir Íranir upp á stjórnina komnir hvað atvinnu varðar. „Það sem fólk óttast, sérstaklega eftir hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og Ísrael, er hvað tekur við ef klerkastjórnin fer. Fáum við gamla kónginn aftur? Hann fór í heimsókn til Netanjahú áður en þetta allt gekk á. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum síðan 1980 og þykir ekki endilega í tengslum við íranskan almenning,“ segir Kjartan. Íranir óttist að ekki verði um frelsisstríð að ræða. „Menn tala um Sýrlandsvæðingu og Lýbíuvæðingu. Þetta endi einhvern veginn svoleiðis.“ Íran Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Ríalinn, gjaldmiðill Írans, hrundi nýverið gagnvart Bandaríkjadal en efnahagsástandið í landinu vr bágt fyrir. Trump Bandaríkjaforseti setti auknar viðskiptaþvinganir á Írani þegar hann hóf aðra embættistíð sína í upphafi síðasta árs og verð á nauðsynjavörum hefur í kjölfarið hækkað um rúm 40 prósent á árinu sem leið. Fréttir hafa borist frá ólíkum landshlutum að fólk hafi látist í götubardögum við lögreglu og að ólgan vaxi hægt og þétt. Mótmælin eru þau viðamestu frá mótmælunum 2022 sem brutust út eftir að unglingsstúlkan Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðalögreglunnar fyrir að fela andlit sitt ekki nægilega vel með blæju sinni. Verðbólgan erfið að eiga við Kjartan Orri Þórsson lærði írönsk fræði í Kaupmannahöfn og var einnig búsettur í Íran um tíð. Hann hefur kennt námskeið við Háskóla Íslands um Íran, sögu þess og bókmenntir. Hann segir dýrtíð kveikjuna á mótmælunum sem breiddust svo hratt út þegar stúdentar fylktu út á götur Teherans og annarra stórborga. „Það eru blikur á lofti um að staðan sé að verða ansi alvarleg. Mótmælin byrja á sunnudaginn. Það eru kaupmenn sem slá í borðið og segja að verðbólgan sé að ríða þeim að fullu en stjórnvöld geta ekki með góðu móti brugðist við þegar innflutningsgjöld og viðskiptaþvinganir eru á þeim,“ segir hann. Þjóðin óttist upplausn Kjartan segir taumhald klerkastjórnarinnar á þjóðinni ekki vera neinu sérstöku dálæti að þakka, en vitanlega séu margir Íranir upp á stjórnina komnir hvað atvinnu varðar. „Það sem fólk óttast, sérstaklega eftir hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og Ísrael, er hvað tekur við ef klerkastjórnin fer. Fáum við gamla kónginn aftur? Hann fór í heimsókn til Netanjahú áður en þetta allt gekk á. Hann er búinn að búa í Bandaríkjunum síðan 1980 og þykir ekki endilega í tengslum við íranskan almenning,“ segir Kjartan. Íranir óttist að ekki verði um frelsisstríð að ræða. „Menn tala um Sýrlandsvæðingu og Lýbíuvæðingu. Þetta endi einhvern veginn svoleiðis.“
Íran Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira