Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar 3. janúar 2026 09:02 Karlmennska í dag birtist sjaldan sem lífsháttur, hún birtist yfirleitt sem umræðuefni. Hún er greind, mæld, endurskilgreind og sett fram í stöðugum samanburði, oft sem vandamál sem þarf að laga eða sem ímynd sem þarf að verja. Í opinberri umræðu er hún sjaldnast leyfð sem lifað fyrirbæri, heldur stöðugt krufin og sett undir smásjá. Því meira sem rætt er um karlmennsku því óljósari virðist hún verða. Ekki vegna þess að hún sé flókin í eðli sínu, heldur vegna þess að hún hefur verið dregin út úr raunverulegu lífi og færð inn í heim hugtaka. Í þessari umræðu er gjarnan gefið í skyn að hugtakið karlmennska sé í kreppu, að hún þurfi nýja skilgreiningu, nýjan ramma eða nýja fyrirmynd. En kannski er vandinn ekki skortur á skilgreiningum, heldur of mikið af þeim. Þegar karlmennska er sífellt útskýrð í orðum, missir hún tengslin við raunverulega hegðun, ábyrgð og viðbrögð. Hún verður að fjarlægri hugmynd, sem svífur yfir fólki í stað þess að koma fram í daglegum verkum og ábyrgð. Hugtök eru ekki saklaus, þau móta væntingar, skapa norm og senda skilaboð um hvað telst rétt og rangt, verðugt og ófullnægjandi. Karlmennska er ekki náttúrulögmál sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Hún er mótuð í menningu, orðræðu og samskiptum. Þegar við búum til skilgreiningar á karlmennsku erum við ekki bara að lýsa veruleikanum, heldur að taka þátt í að skapa hann. Þess vegna skiptir máli hvaða hugtök fá að ráða ferðinni. Undanfarin ár hefur eitt hugtak orðið sérstaklega áberandi í þessari umræðu, á ensku kallast hugtakið „provider“, eða á íslensku „ fyrirvinna“. Hugtakið birtist í greinum, hlaðvörpum og umræðum þar sem vísað er til rannsókna sem eiga að sýna fram á að konur hrífist helst af karlmönnum sem geta séð fyrir þeim. Þetta er oft sett fram af yfirvegun, með vísan í þróunarsálfræði, tölfræðilega fylgni eða frumstæðar þarfir. Hugtakið er kynnt sem lykill að skilningi, jafnvel lausn í óljósu landslagi sambanda og sjálfsmyndar. En þrátt fyrir góðan ásetning situr eitthvað eftir óútskýrt og fær mig til að klóra mér í kollinum. Ég man nefnilega ekki eftir þessu samtali þegar ég kynntist konunni minni, sem ég hef verið með í 36 ár. Ég man t.d. ekki eftir því þegar við hittumst fyrst, að við hefðum rætt hlutverk, ábyrgðarsvið eða framtíðartryggingar. Ég man ekki eftir því að ég hafi þurft að sanna að ég væri góð „fyrirvinna“ til að verða elskaður eða valinn. Það sem ég man var hlátur, óöryggi, forvitni, samtöl sem fóru út í allar áttir og tilfinning fyrir því að vera séður og hlustað á. Ég man líka að þegar við hittumst heyrði ég hana segja við vinkonur sínar, hálfhlæjandi en ákveðin „þessi er minn“, og þannig var nú það. Ég fer ekkert nánar út í hvað olli því, nema hvað að það hafði lítið með hugtök að gera og allt að gera með nærveru. Þetta var allt mjög einfalt, ekki eitthvert hlutverk sem ég gegndi, heldur einfaldlega að ég var karlmaður á staðnum þá, eins og nú. Sambandið varð ekki til úr samningi, heldur úr tengingu. Hugtökin komu miklu seinna, ef þau komu yfirleitt. Þarna byrjar þessi orðræða að hljóma eins og afturábak skýring. Hún reynir að útskýra af hverju eitthvað virkaði með því að setja á það ramma sem var aldrei til staðar þegar það varð til. „Fyrirvinnu“ hugtakið verður þá ekki lýsing á raunverulegri hegðun heldur einföldun sem á að gera flókin tengsl skiljanleg. Vandinn er að lífið virkar sjaldan þannig. Ást, traust og aðdráttarafl verða ekki til vegna þess að einhver uppfyllir hlutverk, heldur vegna þess að einhver mætir manni af heiðarleika og virðingu. Ef við rýnum nánar í það sem fólk raunverulega meinar þegar það talar um „fyrirvinnu“, þá er sjaldnast verið að tala um launaseðla, titla eða stöðu. Það sem fólk leitar eftir er öryggi. En öryggi er ekki fyrst og fremst fjárhagslegt hugtak, það er tilfinningalegt og siðferðilegt ástand. Það felst í því að einhver hverfi ekki þegar hlutirnir verða flóknir eða erfiðir. Að einhver beri ábyrgð á eigin skapi, eigin hegðun og eigin viðbrögðum. Að einhver sitji vel í sjálfum sér, án þess að gera ást, virðingu eða umhyggju að skuldabréfi. Flest það sem skiptir máli í samböndum er ósýnilegt á launaseðli, það sést ekki í titlum, eignum eða ytri stöðu. Það birtist í því hvernig maður talar þegar maður hefur rangt fyrir sér, hvernig maður bregst við skömm án þess að breyta henni í reiði, og hvernig maður heldur mörkum án þess að setja upp varnir. Þetta eru grunnstoðir sem ekki er hægt að selja í einföldum hugtökum, en þær halda samböndum gangandi þegar tíminn líður og lífið breytist. Þegar umræðan færist síðan yfir í karlmennskufyrirmyndir fyrir unga drengi verður þessi einföldun enn varasamari. Drengjum er í vaxandi mæli sagt, beint eða óbeint, að þeir verði mikilvægir ef þeir uppfylli ákveðið hlutverk, ef þeir verði nógu sterkir, nógu sjálfbjarga eða nógu „réttir“. Þetta er sett fram sem leiðsögn, en endar oft sem þrýstingur. Fyrirmyndir verða ímyndir sem þarf að líkjast eftir í stað lifandi manna sem sýna hvernig er hægt að bera ábyrgð í ófullkomnum heimi. Ástæðan fyrir því að ég hef fylgst svona grannt með þessari umræðu er ekki fræðileg, hún er persónuleg og siðferðileg. Ég er að kenna ellefu ára drengjum og þegar talað er um karlmennsku, hugtök og fyrirmyndir hugsa ég ekki fyrst um rannsóknir eða röksemdir, ég hugsa um þá. Drengina sem sitja fyrir framan mig á hverjum degi, eru að mótast og taka inn skilaboð, oft án þess að vita sjálfir hvað festist. Ég velti því oft fyrir mér hvað þeir eru að sjá og hvað þeir eru að heyra. Hvaða myndir af karlmanni eru þeim sýndar og hvaða væntingar eru lagðar á herðar þeirra, jafnvel án orða? Í heimi þar sem karlmennska er annaðhvort sett fram sem vandamál eða vörulýsing spyr ég mig hvaða skilaboð berast þeim í raun? Hvort að þeir læri að vera karlmenn með því að bera ábyrgð, eða með því að uppfylla skilgreiningar sem aðrir hafa samið? Og þá vaknar spurningin, hvaða mynd af fullorðnum manni fá þeir með því að horfa á mig? Svara ég karlmennskuímyndinni í þeirra augum? Og ef svo er, hvað er það þá sem þeir sjá? Sjá þeir mann sem þarf stöðugt að útskýra sig eða verja eða mann sem situr vel í sjálfum sér, jafnvel þegar hann er óviss og ófullkominn? Karlmennska birtist ekki í því að vera fullkominn, heldur í því hvernig maður ber ófullkomleikann að mínu mati. Raunveruleg karlmennskufyrirmynd er ekki maður sem passar í skilgreiningu. Hún er maður sem stendur við orð sín, sem þolir að hafa rangt fyrir sér án þess að missa þolinmæðina og sem tekur ábyrgð á eigin mistökum. Fyrirmyndir eru ekki það sem við segjum drengjum að þeir eigi að vera, heldur það sem þeir sjá fullorðna karla gera þegar enginn er að fylgjast með. Þar lærist karlmennskan, ef hún lærist yfirleitt, ekki í hugtökum heldur í viðbrögðum. Kannski er vandinn ekki sá að drengi skorti karlfyrirmyndir. Kannski skortir einfaldlega fleiri fullorðna karlmenn sem treysta sér til að vera karlmenn án skýrrar skilgreiningar. Karlmenn sem eru ekki stöðugt að réttlæta sig eða verja, heldur leyfa gjörðum sínum að tala. Karlmenn sem skilja að ábyrgð er ekki staða sem maður gegnir, heldur tengsl við sjálfan sig og þá sem fylgjast með. Karlmennska er ekki vandamál sem þarf að laga né ímynd sem þarf að verja. Hún er ábyrgð sem þarf að bera. Drengir þurfa ekki að læra að herða sig eða verða eitthvað annað en þeir eru. Þeir þurfa að sjá karlmenn sem kunna að hlúa að sjálfum sér. Karlmenn sem geta sýnt tilfinningar án þess að verða þeim að bráð og án þess að varpa þeim yfir á aðra. Karlmenn sem vita að styrkur felst ekki í hraða viðbragða heldur í því að kunna að bíða, hlusta og velja næsta skref. Ef við karlmenn getum ekki sýnt það sjálfir, þá er engin ástæða til að halda að næsta kynslóð læri það af sjálfu sér. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Karlmennska í dag birtist sjaldan sem lífsháttur, hún birtist yfirleitt sem umræðuefni. Hún er greind, mæld, endurskilgreind og sett fram í stöðugum samanburði, oft sem vandamál sem þarf að laga eða sem ímynd sem þarf að verja. Í opinberri umræðu er hún sjaldnast leyfð sem lifað fyrirbæri, heldur stöðugt krufin og sett undir smásjá. Því meira sem rætt er um karlmennsku því óljósari virðist hún verða. Ekki vegna þess að hún sé flókin í eðli sínu, heldur vegna þess að hún hefur verið dregin út úr raunverulegu lífi og færð inn í heim hugtaka. Í þessari umræðu er gjarnan gefið í skyn að hugtakið karlmennska sé í kreppu, að hún þurfi nýja skilgreiningu, nýjan ramma eða nýja fyrirmynd. En kannski er vandinn ekki skortur á skilgreiningum, heldur of mikið af þeim. Þegar karlmennska er sífellt útskýrð í orðum, missir hún tengslin við raunverulega hegðun, ábyrgð og viðbrögð. Hún verður að fjarlægri hugmynd, sem svífur yfir fólki í stað þess að koma fram í daglegum verkum og ábyrgð. Hugtök eru ekki saklaus, þau móta væntingar, skapa norm og senda skilaboð um hvað telst rétt og rangt, verðugt og ófullnægjandi. Karlmennska er ekki náttúrulögmál sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Hún er mótuð í menningu, orðræðu og samskiptum. Þegar við búum til skilgreiningar á karlmennsku erum við ekki bara að lýsa veruleikanum, heldur að taka þátt í að skapa hann. Þess vegna skiptir máli hvaða hugtök fá að ráða ferðinni. Undanfarin ár hefur eitt hugtak orðið sérstaklega áberandi í þessari umræðu, á ensku kallast hugtakið „provider“, eða á íslensku „ fyrirvinna“. Hugtakið birtist í greinum, hlaðvörpum og umræðum þar sem vísað er til rannsókna sem eiga að sýna fram á að konur hrífist helst af karlmönnum sem geta séð fyrir þeim. Þetta er oft sett fram af yfirvegun, með vísan í þróunarsálfræði, tölfræðilega fylgni eða frumstæðar þarfir. Hugtakið er kynnt sem lykill að skilningi, jafnvel lausn í óljósu landslagi sambanda og sjálfsmyndar. En þrátt fyrir góðan ásetning situr eitthvað eftir óútskýrt og fær mig til að klóra mér í kollinum. Ég man nefnilega ekki eftir þessu samtali þegar ég kynntist konunni minni, sem ég hef verið með í 36 ár. Ég man t.d. ekki eftir því þegar við hittumst fyrst, að við hefðum rætt hlutverk, ábyrgðarsvið eða framtíðartryggingar. Ég man ekki eftir því að ég hafi þurft að sanna að ég væri góð „fyrirvinna“ til að verða elskaður eða valinn. Það sem ég man var hlátur, óöryggi, forvitni, samtöl sem fóru út í allar áttir og tilfinning fyrir því að vera séður og hlustað á. Ég man líka að þegar við hittumst heyrði ég hana segja við vinkonur sínar, hálfhlæjandi en ákveðin „þessi er minn“, og þannig var nú það. Ég fer ekkert nánar út í hvað olli því, nema hvað að það hafði lítið með hugtök að gera og allt að gera með nærveru. Þetta var allt mjög einfalt, ekki eitthvert hlutverk sem ég gegndi, heldur einfaldlega að ég var karlmaður á staðnum þá, eins og nú. Sambandið varð ekki til úr samningi, heldur úr tengingu. Hugtökin komu miklu seinna, ef þau komu yfirleitt. Þarna byrjar þessi orðræða að hljóma eins og afturábak skýring. Hún reynir að útskýra af hverju eitthvað virkaði með því að setja á það ramma sem var aldrei til staðar þegar það varð til. „Fyrirvinnu“ hugtakið verður þá ekki lýsing á raunverulegri hegðun heldur einföldun sem á að gera flókin tengsl skiljanleg. Vandinn er að lífið virkar sjaldan þannig. Ást, traust og aðdráttarafl verða ekki til vegna þess að einhver uppfyllir hlutverk, heldur vegna þess að einhver mætir manni af heiðarleika og virðingu. Ef við rýnum nánar í það sem fólk raunverulega meinar þegar það talar um „fyrirvinnu“, þá er sjaldnast verið að tala um launaseðla, titla eða stöðu. Það sem fólk leitar eftir er öryggi. En öryggi er ekki fyrst og fremst fjárhagslegt hugtak, það er tilfinningalegt og siðferðilegt ástand. Það felst í því að einhver hverfi ekki þegar hlutirnir verða flóknir eða erfiðir. Að einhver beri ábyrgð á eigin skapi, eigin hegðun og eigin viðbrögðum. Að einhver sitji vel í sjálfum sér, án þess að gera ást, virðingu eða umhyggju að skuldabréfi. Flest það sem skiptir máli í samböndum er ósýnilegt á launaseðli, það sést ekki í titlum, eignum eða ytri stöðu. Það birtist í því hvernig maður talar þegar maður hefur rangt fyrir sér, hvernig maður bregst við skömm án þess að breyta henni í reiði, og hvernig maður heldur mörkum án þess að setja upp varnir. Þetta eru grunnstoðir sem ekki er hægt að selja í einföldum hugtökum, en þær halda samböndum gangandi þegar tíminn líður og lífið breytist. Þegar umræðan færist síðan yfir í karlmennskufyrirmyndir fyrir unga drengi verður þessi einföldun enn varasamari. Drengjum er í vaxandi mæli sagt, beint eða óbeint, að þeir verði mikilvægir ef þeir uppfylli ákveðið hlutverk, ef þeir verði nógu sterkir, nógu sjálfbjarga eða nógu „réttir“. Þetta er sett fram sem leiðsögn, en endar oft sem þrýstingur. Fyrirmyndir verða ímyndir sem þarf að líkjast eftir í stað lifandi manna sem sýna hvernig er hægt að bera ábyrgð í ófullkomnum heimi. Ástæðan fyrir því að ég hef fylgst svona grannt með þessari umræðu er ekki fræðileg, hún er persónuleg og siðferðileg. Ég er að kenna ellefu ára drengjum og þegar talað er um karlmennsku, hugtök og fyrirmyndir hugsa ég ekki fyrst um rannsóknir eða röksemdir, ég hugsa um þá. Drengina sem sitja fyrir framan mig á hverjum degi, eru að mótast og taka inn skilaboð, oft án þess að vita sjálfir hvað festist. Ég velti því oft fyrir mér hvað þeir eru að sjá og hvað þeir eru að heyra. Hvaða myndir af karlmanni eru þeim sýndar og hvaða væntingar eru lagðar á herðar þeirra, jafnvel án orða? Í heimi þar sem karlmennska er annaðhvort sett fram sem vandamál eða vörulýsing spyr ég mig hvaða skilaboð berast þeim í raun? Hvort að þeir læri að vera karlmenn með því að bera ábyrgð, eða með því að uppfylla skilgreiningar sem aðrir hafa samið? Og þá vaknar spurningin, hvaða mynd af fullorðnum manni fá þeir með því að horfa á mig? Svara ég karlmennskuímyndinni í þeirra augum? Og ef svo er, hvað er það þá sem þeir sjá? Sjá þeir mann sem þarf stöðugt að útskýra sig eða verja eða mann sem situr vel í sjálfum sér, jafnvel þegar hann er óviss og ófullkominn? Karlmennska birtist ekki í því að vera fullkominn, heldur í því hvernig maður ber ófullkomleikann að mínu mati. Raunveruleg karlmennskufyrirmynd er ekki maður sem passar í skilgreiningu. Hún er maður sem stendur við orð sín, sem þolir að hafa rangt fyrir sér án þess að missa þolinmæðina og sem tekur ábyrgð á eigin mistökum. Fyrirmyndir eru ekki það sem við segjum drengjum að þeir eigi að vera, heldur það sem þeir sjá fullorðna karla gera þegar enginn er að fylgjast með. Þar lærist karlmennskan, ef hún lærist yfirleitt, ekki í hugtökum heldur í viðbrögðum. Kannski er vandinn ekki sá að drengi skorti karlfyrirmyndir. Kannski skortir einfaldlega fleiri fullorðna karlmenn sem treysta sér til að vera karlmenn án skýrrar skilgreiningar. Karlmenn sem eru ekki stöðugt að réttlæta sig eða verja, heldur leyfa gjörðum sínum að tala. Karlmenn sem skilja að ábyrgð er ekki staða sem maður gegnir, heldur tengsl við sjálfan sig og þá sem fylgjast með. Karlmennska er ekki vandamál sem þarf að laga né ímynd sem þarf að verja. Hún er ábyrgð sem þarf að bera. Drengir þurfa ekki að læra að herða sig eða verða eitthvað annað en þeir eru. Þeir þurfa að sjá karlmenn sem kunna að hlúa að sjálfum sér. Karlmenn sem geta sýnt tilfinningar án þess að verða þeim að bráð og án þess að varpa þeim yfir á aðra. Karlmenn sem vita að styrkur felst ekki í hraða viðbragða heldur í því að kunna að bíða, hlusta og velja næsta skref. Ef við karlmenn getum ekki sýnt það sjálfir, þá er engin ástæða til að halda að næsta kynslóð læri það af sjálfu sér. Höfundur er mannvinur og kennari
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun