Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2026 09:18 Yfirleitt reyna hönnuðir spjallmenna að setja hömlur á hvers kyns efni þau spýta út úr sér fyrir notendur en það virðist ekki tilfellið hjá Grok, spjallmenni Elon Musk og X. Vísir/Getty Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög. Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög.
Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07
ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15