Innlent

Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnar­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Örn Geirsson gefur kost á sér í fjórða sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði.
Örn Geirsson gefur kost á sér í fjórða sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði.

Örn Geirsson meistari í prentsmíði hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segist Örn vera fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og þekkja því vel staðhætti bæjarins. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram laugardaginn 7. febrúar næstkomandi.

„Á líðandi kjörtímabili hef ég verið varamaður og síðar aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði, auk þess að sinna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til áframhaldandi sterkrar og ábyrgðarfullrar forystu flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ég tel að reynsla mín af mannlegum samskiptum og verkefnastjórnun, ásamt þekkingu á rekstri og viðhaldi eigna, nýtist vel í þeim verkefnum sem fram undan eru.“

Örn segist í dag starfa sem umsjónarmaður fasteigna hjá Hafnarfjarðarbæ og bera þar ábyrgð á húsnæði Engidalsskóla og leikskólans Álfabergs. Hann leggi ríka áherslu á gott viðhald eigna bæjarins og vandað umhverfi, enda skipti slík atriði miklu máli fyrir lífsgæði íbúa.

„Ég brenn fyrir því að efla innviði bæjarins, fegra umhverfið og styðja áfram við öflugt menningar- og mannlíf í Hafnarfirði, auk þess að bæta aðstöðu íþrótta- og tómstundastarfs fyrir alla aldurshópa,“ skrifar Örn.

„Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og eigum við saman sjö börn. Ég er stoltur Hafnfirðingur og vil leggja mitt af mörkum til að gera bæinn okkar og framtíð Hafnfirðinga enn betri. Með þessum orðum býð ég fram krafta mína og óska eftir stuðningi í prófkjörinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×