Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Árni Sæberg skrifar 5. janúar 2026 15:52 Viktor Pétur Finnsson sækist eftir 2. til 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Viktor Pétur Finnsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2.-3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð og þess vegna býð ég fram mína krafta. Hagsmunir ungs fólks og fjölskyldufólk verða einn af stærstu þáttum kosninganna, það er húsnæðismál, skólamál og ábyrgur rekstur. Allt eru þetta mál sem ungmenni hafa mikinn áhuga á og verða að vera í brennidepli þegar við göngum til kosninga í vor. Í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði er fjöldi af öflugu ungu fólki og ég hef fundið fyrir ákalli eftir að rödd þeirra heyrist og að ungt fólk hafi raunveruleg áhrif. Ég býð því fram krafta mína til að vera fulltrúi framtíðarkynslóða við borðið svo tryggt sé að horft sé til lengri tíma með hagsmuni Hafnarfjarðar og ungs fólks að leiðarljósi,” segir hann í framboðstilkynningu. Hafnarfjörður verði raunverulegur valmöguleiki Honum finnist mikilvægt að Hafnarfjörður verði raunverulegur valkostur við Reykjavík og önnur sveitarfélög. Þar eigi ungt fólk að geta komið undir sig fótunum, fyrirtæki eigi að geta blómstrað og fólk eigi að fá að lifa sínu lífi á sinn hátt. „Við megum ekki láta vandamálin sem blasa við annars staðar, eins og leikskólavandann eða ofþéttingu byggðar og umferðar, raungerast í bænum okkar.“ Tók sæti á þingi á dögunum Viktor Pétur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og tók sæti á þingi í desember síðastliðnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fyrsta þingmann kjördæmisins. Viktor var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna frá 2023-2025, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og situr í Háskólaráði HÍ. Hann kveðst leggja áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa með hagkvæmni í rekstri. Markmið Hafnarfjarðar eigi að vera að bjóða betri grunnþjónustu en önnur sveitarfélög og hann leggi áherslu á að sveitarfélagið sé þjónustuaðili íbúanna og vinni í þágu þeirra. Samgöngu- og húsnæðismál á oddinn Hann vilji að samgöngu- og húsnæðismál séu sett á oddinn svo tryggt sé að hagsmunum Hafnarfjarðar verði haldið á lofti. Hann vilji styðja við uppbyggingu sem mæti þörfum íbúa bæjarfélagsins og leggur áherlu á séreignastefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ungu fólki er gefinn raunhæfur kostur á að eignast eigið húsnæði. „Tryggja þarf jafnvægi milli vaxtar og lífsgæða og standa þarf vörð um sjálfstæði sveitarfélagsins gagnvart óþarfa útþenslu, kostnaði og regluverki ríkisins. Sem Sjálfstæðismaður trúir Viktor á frelsi einstaklingsins, ábyrg fjármál og öflugt samstarf við atvinnulíf og samfélagið allt. Viktor Pétur Finnsson sækist eftir stuðningi kjósenda til að leggja sitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð framtíðarinnar þar sem haldið er fast í þau grunngildi sem gera Hafnarfjörð að þeim blómlega bæ sem hann hefur ætíð verið,“ segir í framboðstilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð og þess vegna býð ég fram mína krafta. Hagsmunir ungs fólks og fjölskyldufólk verða einn af stærstu þáttum kosninganna, það er húsnæðismál, skólamál og ábyrgur rekstur. Allt eru þetta mál sem ungmenni hafa mikinn áhuga á og verða að vera í brennidepli þegar við göngum til kosninga í vor. Í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði er fjöldi af öflugu ungu fólki og ég hef fundið fyrir ákalli eftir að rödd þeirra heyrist og að ungt fólk hafi raunveruleg áhrif. Ég býð því fram krafta mína til að vera fulltrúi framtíðarkynslóða við borðið svo tryggt sé að horft sé til lengri tíma með hagsmuni Hafnarfjarðar og ungs fólks að leiðarljósi,” segir hann í framboðstilkynningu. Hafnarfjörður verði raunverulegur valmöguleiki Honum finnist mikilvægt að Hafnarfjörður verði raunverulegur valkostur við Reykjavík og önnur sveitarfélög. Þar eigi ungt fólk að geta komið undir sig fótunum, fyrirtæki eigi að geta blómstrað og fólk eigi að fá að lifa sínu lífi á sinn hátt. „Við megum ekki láta vandamálin sem blasa við annars staðar, eins og leikskólavandann eða ofþéttingu byggðar og umferðar, raungerast í bænum okkar.“ Tók sæti á þingi á dögunum Viktor Pétur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og tók sæti á þingi í desember síðastliðnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fyrsta þingmann kjördæmisins. Viktor var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna frá 2023-2025, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og situr í Háskólaráði HÍ. Hann kveðst leggja áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa með hagkvæmni í rekstri. Markmið Hafnarfjarðar eigi að vera að bjóða betri grunnþjónustu en önnur sveitarfélög og hann leggi áherslu á að sveitarfélagið sé þjónustuaðili íbúanna og vinni í þágu þeirra. Samgöngu- og húsnæðismál á oddinn Hann vilji að samgöngu- og húsnæðismál séu sett á oddinn svo tryggt sé að hagsmunum Hafnarfjarðar verði haldið á lofti. Hann vilji styðja við uppbyggingu sem mæti þörfum íbúa bæjarfélagsins og leggur áherlu á séreignastefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ungu fólki er gefinn raunhæfur kostur á að eignast eigið húsnæði. „Tryggja þarf jafnvægi milli vaxtar og lífsgæða og standa þarf vörð um sjálfstæði sveitarfélagsins gagnvart óþarfa útþenslu, kostnaði og regluverki ríkisins. Sem Sjálfstæðismaður trúir Viktor á frelsi einstaklingsins, ábyrg fjármál og öflugt samstarf við atvinnulíf og samfélagið allt. Viktor Pétur Finnsson sækist eftir stuðningi kjósenda til að leggja sitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð framtíðarinnar þar sem haldið er fast í þau grunngildi sem gera Hafnarfjörð að þeim blómlega bæ sem hann hefur ætíð verið,“ segir í framboðstilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39