Innlent

Sérsveitin að­stoðaði lög­regluna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sérsveitin í Rimahverfinu.
Sérsveitin í Rimahverfinu. Aðsend

Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið.

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, staðfestir aðkomu sérsveitarinnar. Hún staðfestir að sérsveitin hafi lokið störfum á vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gat ekki veitt upplýsingar um hvers konar aðgerð væri að ræða né hvort að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan var enn á vettvangi rétt fyrir klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×