Skoðun

Mál­stjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Hvaða kona vill detta út af vinnumarkaði, fara í veikindaleyfi og enda starfsævi sína langt undan sínum kynsystrum. Engin. Það vill enginn kona detta út af vinnumarkaði og ekki eiga afturkvæmt þangað aftur. Hvaða þættir í lífi kvenna á aldrinum 50-66 ára skýra líkindi þess að konur frekar en karlar enda á örorku? Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkar samfélag að endurhugsa þjónustu við eldra fólk með fjölbreyttum þjónustuleiðum eins og málstjóra þegar þjónustuþörf vex? Hvernig getur málstjóri eldra fólks einfaldað líf miðaldra kvenna og komið í veg fyrir ótímabæra örorku?

Fjórða vaktin sligar konur

Tryggingastofnun Ríkisins (TR) fékk Félagsvísindastofnun til að rannsaka reynslu og aðstæður kvenna sem fá greiddan örorkulífeyri. Niðurstöðurnar eru sláandi og varpa skýru ljósi á félagslegar, efnahagslegar og heilsutengdar aðstæður miðaldra kvenna sem hafa um langa hríð verið í meirihluta þeirra einstaklinga sem enda á örorku. Þær eru líklegri til að vera vera einstætt foreldri, eru með lægri menntun og minni tekjur. Þær sinna líkamlega slítandi störfum, detta oftar út af vinnumarkaði vegna veikinda, hafa áfallasögu og eru líklegri til að hafa verið beittar ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin og líklegri til að bera oftar ábyrgð á ólaunuðum umönnunarstörfum. Skoðum það nánar.

Einföldum lífið fyrir miðaldra konur

Hvað eru ólaunuð umönnunarstörfum sem konur eru að sinna? Hvaða þyngri umönnunarbyrði bera konur á örorku umfram konur sem ekki eru á örorku? Hver er fjórða vinna kvenna á örorku? Umönnunarbyrði e. caregiving burden, vísar til þess álags sem konur í þessu tilviki, upplifa vegna ábyrgðar á umönnun annarra, oftast innan fjölskyldu. Tími, umstang og orka sem fer í að sinna börnum, fötluðum, langveikum eða öldruðum skyldmennum. Fjárhagslegt álag og áhyggjur geta skapast vegna minni atvinnuþátttöku, skorts á sveigjanleika í starfi, sem aftur getur leitt út í minnkandi starfshlutfall jafnvel leitt til brotthvarfs úr vinnu. Hvort tveggja eykur bæði andlegt og líkamlegt álag, þar sem umönnun getur verið krefjandi og haft íþyngjandi áhrif á heilsu.

Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vaktina

Málstjóri er þjónustu brú yfir í viðeigandi úrræði og tekur utan um einstaklinginn og fjölskyldu hans þegar þjónustuþörf vex. Hann samhæfir fagfólk, tryggir réttar greiningar, samfellu í þjónustu, að stuðningsáætlanir og endurhæfing sé gerð ásamt að tryggja ráðgjöf til þeirra sem næst standa. Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýra stuðningsteymi, fylgja eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við hana og veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu barnsins.

Ég mun tala fyrir málstjóra eldra fólks ásamt fleiri þjónustuleiðum í viðleitni minni til að endurhugsa þjónustu við eldra fólk. Leiðir sem eiga ekki bara að tryggja farsæld eldra fólks þegar þjónustuþörf vex og bæta þjónustu við viðkvæman hóp borgarbúa heldur líka líka til að létta á umönnunarbyrði, fyrirbyggja ótímabæra örorku og einfalda líf miðaldra kvenna.

Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi.




Skoðun

Sjá meira


×